Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Afraksturinn

Eins og fram kemur annarsstaðar á síðunni þá hefur Þórarinn alltaf verið haldinn einhverri skráningaráráttu varðandi það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og hér birtist yfirlit yfir það helsta sem að baki liggur á hinum ýmsu sviðum.

Tónlistin:
Hefur komið fram alls 1146 sinnum:
Dansleikir 85
Pöbbaspil 63
Tónleikar 55 (Eigið efni)
Annað - einn m/gítar 373
Aðrir viðburðir 570

Hefur komið fram í 43 byggðum.  (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðakjarnar)
Hefur komið fram á 169 stöðum, 44 félagsheimilium og skemmtistöðum og 122 öðrum stöðum þ.e. ýmsum sölum, skólum, kirkjum, íþróttahúsum, samkomutjöldum, útisviðum, söfnum, veitingastöðum o.fl.

Oftast komið fram á þessum stöðum:

1. Ljóðasetri Íslands á Sigló        177 sinnum
2. Bíóinu (síðar Allanum) á Sigló 112 sinnum
3. Bátahúsinu á Sigló                  75 sinnum
4. Alþýðuhúsinu á Sigló               60 sinnum
5. Baldurshaga á Bíldudal            60 sinnum
6. Skólahúsinu við Norðurgötu       56 sinnum
7. Á sviði á torginu á Sigló           48 sinnum
8. Kaffi Rauðku á Sigló               34 sinnum
9. Siglufjarðarkirkju                     27 sinnum
10. Þjóðlagasetrinu á Sigló         19 sinnum
 

  
Hefur flutt eða tekið þátt í að flytja opinberlega alls 997 lög (sum þeirra ansi oft!):
Íslensk 446
Erlend  355
Frumsamin dægurlög 176 Frumsamin kvæðalög 20 

Hefur samið 196 dægurlög, 21 kvæðalag og 134 texta.
63 þessara laga og 32 textar hafa verið gefin út á plötum.
58 þeirra hafa heyrst í útvarpi og 3 í sjónvarpi.
3 þeirra hafa verið sungin við jarðarfarir og 2 þeirra við brúðkaup.
Hefur flutt þau alls 2280 sinnum opinberlega.

Flutningur frumsaminna laga; Topp 10:

1. Rúna sjósett                       75 sinnum
2. Kannski                               64    -
3. Trygglyndi                           60    -
4. Kveðjur                               51    -
5. Bíldudalur bærinn minn      51   -
6. Eitt andartak                       50    -
7. Má ég kitla þig?                  48   -
8. Hvíl þú væng þinn              42  -
9. Lóan er komin V                 42   -
10.Árstíðavísur                       39   -

Hefur gefið út fimm einherja plötur með frumsömdum lögum og þrjár þeirra eru einnig með hans textum:
 
 
2001   Má ég kitla þig ?
 

2005   Stolnar stundir

2007  Dyggðirnar - Textar eftir Herdísi Egilsdóttur

2013  Bíldudalur bærinn minn

2014 Á fornum slóðum - Vísur eftir ýmis skáld

Aðrar plötur með lögum/textum Þórarins:

2002   Vesturljós - safnplata Bílddælinga og Patreksfirðinga.  ÞH þrjú lög og texta.

2003   Endalaust - með félögum sínum í Græna bílnum... ÞH tvö lög og texta.

2005   Bíldudals grænar...2005.  ÞH eitt lag og texta.

2011   Neyðarlögin 2011 - Safnplata til styrktar björgunarsveitum landsins. ÞH einn texta.


Hefur starfað með 6 hljómsveitum um lengri tíma (frá 5 mánuðum til 25 ára), auk um 20 hljómsveita sem hafa komið saman fyrir 1-2 böll/atburði.
Hefur komið fram einn með gítarinn frá árinu 1989 og flutt eigin lög og annarra við ýmis tækifæri.  Hefur einnig starfað með söng- og kvæðamannahópum um nokkurra ára skeið.

Þórarinn hefur komið fram með um 190 tónlistarmönnum á ferlinum, byrjendum, snillingum og allt þar á milli.  Þá er ótalið kórar, söngur í leikritum og söngleikir.  Misjafnt er hversu oft hann hefur stigið á svið með viðkomandi tónlistarfólki en með þessum hefur hann komið oftast fram:
 

Topp 10:

 

Sturlaugur Kristjánsson             Siglufirði    129 sinnum
Mundína Bjarnadóttir                 Siglufirði    111 
Bjarni Þór Sigurðsson               Bíldudal       86 
Matthías Ágústsson                  Bíldudal       81

Daníel Pétur Daníelsson          Siglufirði       80

Björn Sveinsson                       Siglufirði       79

Birgir Ingimarsson                     Siglufirði      79

Viðar Örn Ástvaldsson              Bíldudal       77

Friðfinnur Hauksson                 Siglufirði       72

Kristján Dúi Benediktsson         Siglufirði      54

      

Þá hefur Stúlli tyllt sér á toppinn yfir þá aðila sem maður hefur komið oftast fram með. Á hæla honum er eini kvenmaðurinn á listanum, Mundína söngdíva, en við syngjum saman í Gómunum og kváðum saman í Fjallahnjúkum auk þess sem við höfum sungið saman við fleiri tækifæri. Félagar mínir og frændur úr Græna bílnum Bjarni Þór og Matti koma svo næstir og síðan þeir Biggi og Bjössi sem syngja með mér í sönghópnum Gómum. Daníel Pétur er næstur en við komum fram tveir saman um tíð og höfum auk þess stigið saman á svið með hinum og þessum tónlistarmönnum. Viðar hinn fjölhæfi tónlistarmaður frá Bíldudal sem lék með mér í Græna bílnum, Vesturförunum og við önnur tækifæri vermir 8. sætið. Þá er það strigabassinn og fjörkálfurinn Finni Hauks sem syngur með mér í Gómunum og loks hann Dúi Ben sem ber húðir og syngur sem engill.  Úrvalsfólk upp til hópa sem gaman hefur verið að spila og syngja með.

 

Með þessum hljómsveitum, dúettum, kvæðamanna- eða sönghópum hefur Þórarinn komið oftast fram:


Gómarnir                  81 sinnum
Græni bíllinn .......     61    -

Fjallahnjúkar             31     -
Tóti og Danni            30     -

Ríma                        29     -
Tóti og Kiddi             22     -

Tóti og ungarnir        13     -

Brestur                       9     -

Tíbía                          8     -

Vesturfararnir             5     -
 

Lesa má nánar um þetta allt saman í tónlistarannálunum hér til hliðar.

 

 

 

Íþróttirnar:
Þórarinn hefur stundað íþróttir frá æskuárum sér til mikillar gleði og ánægju.  Hefur hann komið víða við á því sviði, hér verður rennt yfir það helsta:

Æft og keppt í frjálsum íþróttum með:  ÍFB, HHF, HSK, UMFS, UMSS og Glóa.  Keppt á Íslandsmótum, Bikarkeppnum 1. og 3. deild, Landsmótum, héraðsmótum o.fl  Tekið þátt í rúmlega 50 mótum.


Æft og keppt í körfubolta með: Haukum, UMFL, HSK, Breiðablik, ÍH og Glóa.  Leikið í 1. og 2. deild, Bikarkeppni KKÍ, Landsmótum, héraðsmótum o.fl. alls um 150 leiki í meistaraflokki.


Æft og keppt í knattspyrnu með:  ÍFB, HHF, KS og GKS.  Leikið í 3. og 4. deild, Bikarkeppni KSÍ, Vestfjarðamótum, héraðsmótum o.fl. alls um 120 leiki með meistaraflokki.


Æft og keppt í blaki með: HSK, Hyrnunni og BF. Hefur tekið þátt í 56 stuttum/helgar mótum og leikið 37 staka leiki á Íslandsmóti í 1. og 2. deild og héraðsmótum. Auk þess keppt á 7 strandblaksmótum. 


Auk þess í skólaliðum í ýmsum greinum í Héraðsskólanum á Reykholti, Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Íþróttakennaraskóla Íslands.

Hefur keppt í 54 byggðum  (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðakjarnar)
Hefur keppt í 126 íþróttamannvirkjum (íþróttahús og vellir) hérlendis og erlendis:
Knattspyrna 49 vellir/íþróttahús.
Körfubolti 40 íþróttahús.

Blak 35 íþróttahús/ 1 strandblakvöllur.
Frjálsar 29 vellir/íþróttahús.
Handbolti 4 íþróttahús.
Golf 2 vellir.

Helstu viðurkenningar:

Íþróttamaður ársins í Héraðsskólanum í Reykolti 1982

Íþróttamaður Bíldudals 1983

Körfuknattleiksmaður HSK 1985
Íþróttamaður HHF 1988
Körfuknattleiksmaður Glóa 1995
Körfuknattleiksmaður Siglufjarðar 1995

Helstu titlar og met:
Setti Vestfjarðamet í spjótkasti 17-18 ára 1982.
Íslandsmeistari í spjótkasti og fimmtarþraut karla 1986.
Oftsinnis í verðlaunasætum í frjálsum íþróttum á Íslandsmótum, bikarkeppnum og Landsmótum á árunum 1986-1994.
Setti um 20 héraðsmet hjá HHF á árunum 1981-1993 í fjórum greinum.  Þrjú þeirra standa enn í dag; í hástökki 1.94m (á grasi), í spjótkasti 59.96m og kringlukasti 35.91m.  
Norðurlandsmeistari í spjótkasti 1995.
Þrefaldur Íslandsmeistari öldunga í flokki 40-44 ára innanhúss- og utan 2007.
Fjórfaldur Íslandsmeistari öldunga í flokki 40-44 ára innanhúss 2008.
Fimmfaldur Íslandsmeistari öldunga í flokki 45-49 ára innanhúss 2009.
Íslandsmeistari í kúluvarpi öldunga í flokki 45-49 ára innanhúss 2010.

Tvöfaldur Íslandsmeistari öldunga í flokki 45-49 ára utanhúss 2013.

Meistari í 2. deild í blaki með BF árið 2016.

Á enn í dag 25. besta árangur Íslendings frá upphafi í spjótkasti (59.96m) og þann 34. besta í hástökki (1.95m).

Á fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi í flokki 40-44 ára í hástökki utanhúss (1.60m) og spjótkasti (48.85m).  Fjórða besta árangur í hástökki innanhúss (1.70m) auk þess að vera inná topp 10 í fleiri greinum í þessum aldursflokki.

Á besta árangur Íslendings í flokki 45-49 ára í hástökki innanhúss (1.65m). Næst besta árangurinn í hástökki utanhúss (1.56m) og þann þriðja besta í spjótkasti í sama flokki 44.06m.

 

 

Ljóðlistin:

Hefur flutt eigin ljóð og vísur opinberlega alls 205 sinnum.

 

Hefur flutt eigin kveðskap í 15 byggðum. (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðarkjarnar, sveitir )

Hefur flutt hann á 55 stöðum. (Söfn, setur, skólar, kirkjur, salir, félagsheimili o.fl.)

 

Oftast komið fram á þessum stöðum:

 

1. Ljóðasetrið á Sigló               73

2. Grunnskólinn Norðurgötu    22

3. Þjóðlagasetrið                     10

4. Grunnskólinn Hlíðarvegi       7

5. Skólahúsið Tjarnarstíg Óló.  7

6. Bíóið/Allinn á Sigló               6

 

Hefur flutt alls 180 frumsamin ljóð og vísur opinberlega. Þessi oftast:

 

1. Sund í Reykjafirði                   74    

2. Flekasmíði                              70    

3. Leynifélagið Svarta Sósan      56

4. Þegar Kobbi kom í bæinn       42

5. Þá og nú                                 39

6. Fjallið                                      34

7. Með stolinn harðfisk               31

8. Sumardagur                           31

9. Fyrsti klettur                           29

10. Hólsvöllur                             24

 

 

 

Hefur gefið út fimm ljóðabækur:

2006  Æskumyndir

2009  Fleiri æskumyndir

2012  Nýr dagur

2013  Um jólin

2016  A Small Collection of Poetry - Ljóðasafn

 

Ljóð og vísur Þórarins hafa birst í nokkrum tímaritum og blöðum m.a. Morgunblaðinu, Heima er best, Skinfaxa, Hellunni o.fl. Auk þess á nokkrum frétta- og heimasíðum og ljóð hans hangir upp á vegg í endurhæfingarmiðstöð í Reykjavík fólki til hvatningar.

Ljóð hans hafa einnig hljómað í útvarpi og sjónvarpi sem og á ýmsum viðburðum. Hann samdi og vísur fyrir einleikinn Bjálfansbarnið sem Kómedíuleikhúsið sýndi og hefur samið söngtexta fyrir Leikfélag Siglufjarðar og í eigin verk o.fl.

 

 

Ritstörfin:

Þórarinn hefur frá fyrstu tíð lesið mikið og föndrað við hið ritaða orð.  Hér er yfirlit yfir eitthvað af því sem orðið hefur til við þessa iðju:


Ritstjórn og ritun nokkurra fréttabréfa og blaða.

Ritstjórn og ritun frétta og ýmissa upplýsinga á nokkrar heimasíður.

Skrifað og gefið út tvö hefti með sögum hljómsveita sem hann hefur starfað í.

Skrifað og gefið út, ásamt Loga bróður sínum, spurningabók um kvikmyndir

Samið 135 dægurlagatexta.
Samið ljóð, kvæði og vísur í töluverðu magni.
Gaf út ljóðabókina Æskumyndir árið 2006.

Gaf út ljóðabókina Fleiri æskumyndir árið 2009.
Skrifað tæplega 1000 fréttir í bæjarblaðið Helluna á Siglufirði, rúmlega 340 bls.
Safnaði, skráði og gaf út 50 Gamansögur frá Siglufirði, 1. hefti árið 2009.

Safnaði, skráði og gaf út 2. hefti af 50 Gamansögum frá Siglufirði árið 2010.

Samdi leikþátt um ævi og kveðskap Lauga pósts í sept. 2011
Samdi  jólasveinavísur sem voru hluti af handriti einleiksins Bjálfansbarnið hjá Kómedíuleikhúsinu 2011.
Safnaði, skráði og gaf út 3. hefti af 50 Gamansögum frá Siglufirði, kom út í í nóv. 2011.

Sendi frá sér ljóðabókina Nýr dagur í júlí 2012. Bókaforlagið Ugla gaf út.

Safnaði, skráði og gaf út 4. hefti af 50 Gamansögum frá Siglufirði, kom út í nóv. 2012.

Sendi frá sér ljóðakverið Um jólin í nóv. 2013. Hann og Kómedíuleikhúsið gáfu út.

Skrifaði einleikinn Í landlegu í júní 2014 og frumsýndi hann í júlí sama ár. 

Sendi frá sér þýðingar á eigin ljóðum, ljóðasafnið A Small Collection í júlí 2016.

Safnaði, skráði og gaf út 5. hefti af 50 Gamansögum frá Siglufirði, kom út í apríl 2017.

Nánar um þetta má sjá undir liðnum Ritstörfin hér til hliðar.

 

Leiklistin:

Goðgá: Lék annað aðalhlutverkið í söngleiknum Goðgá (eða Sá á ekki að fara á kamar sem á hamar), hlutverk þrumuguðsins Þórs, þegar verkið var sett upp í Héraðsskólanum í Reykholti 1980. Var verkið sýnt þrisvar sinnum. 

Þrembill: Lék hlutverk Percy Knorr í einþáttungi sem var hluti sýningu hjá Leikfélagi Siglufjarðar 2006 þar sem sýndir voru þrír einþáttungar. Sýningar urðu sex talsins.

Láttu ekki deigan síga Guðmundur: Lék nokkur lítil hlutverk og sá um undirleik í verkinu Láttu ekki deigan síga Guðmundur sem LS setti upp árið 2007. Var ráðinn viku fyrir frumsýningu. Verkið sýnt sjö sinnum.

 

Þorpið: Við bræðurnir, ég og Logi, sömdum ljóðaleik upp úr ljóðabókinni Þorpið, eftir Jón úr Vör, og sýndum saman. Ég samdi 8 lög við ljóð úr bókinni og flutti þau í sýningunni og Logi leiklas önnur valin ljóð úr bókinni. Vorum í hlutverkum sjóara í Þorpinu. Verkið var frumsýnt fyrir fullu húsi í Patreksfjarðarkirkju, í Þorpinu sjálfu, á sjómannadag 2009 og síðan sýnt 5 sinnum til viðbótar í nokkrum kirkjum á Vestfjörðum sem og á ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði.

Laugi póstur: Samdi leikgerð um ævi og kveðskap Lauga pósts sem frumsýnd var á ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði 2011. Lék blaðamann og söng m.a. eigin lög sem samin voru fyrir verkið. 

Samdi fjölda jólasveinavísna sem voru mikilvægur hluti af handriti einleiksins Bjálfansbarnið sem Kómedíuleikhúsið á Ísafirði setti upp fyrir jólin 2011. Var einnig sýnt næstu ár, rúmlega 20 sýningar.

 

Í landlegu: Samdi einleikinn Í landlegu í júní 2014 eftir að hafa gengið með hann í kollinum í rúmt ár. Frumsýndi hann í júlí sama ár. Verkið skrifað með Bátahús Síldarminjasafnsins í huga og sýnt þar og víðar. Fjallar um stemmninguna í landlegu á síldarárunum á Siglufirði, auk þess sem eitt og annað ber á góma. Létt og skemmtilegt verk, kryddað með söng, kveðskap og dansi. Verkið er um 40 mínútur í flutningi. Hefur sýnt það 18 sinnum.

 

Samtals tekið þátt í sýningu á leikverki 41 sinni.


Helstu embætti í félagsstarfi:
Í stjórn Íþróttabandalags Siglufjarðar með stuttum hléum frá 1994-2009.  Ritari, gjaldkeri og varaformaður.
Formaður Frjálsíþróttadeildar Umf. Glóa 1994-2005
Formaður Ungmennafélagsins Glóa frá 1995
Trúnaðarmaður kennara á Siglufirði með litlum hléum frá 1997-2008
Formaður Íþrótta-og æskulýðsnefndar Siglufjarðar 1998-2002
Formaður Körfuknattleiksdeildar Umf. Glóa 1999-2005
Varabæjarfulltrúi á Siglufirði 2002-2005
Í bæjarstjórn Siglufjarðar nóv. 2005-júní 2006
Varabæjarfulltrúi í Fjallabyggð 2006-2010
Í meirihlutaráði Fjallabyggðar 2006-2010
Formaður Menningarnefndar Fjallabyggðar 2006-2010
Formaður Skólastjórafélags Norðurlands-vestra 2006-2008
Formaður þjóðhátíðarnefndar á Siglufirði 2006, 2007 og 2009
Í Heilbrigðisnefnd SSNV júlí 2007-2010
Gjaldkeri í fyrstu stjórn UÍF, Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, 2009- 2010

Formaður og stofnandi Félags um Ljóðasetur Íslands 2009 -

Ritari í stórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar 2013 - 2016

Fulltrúi kennara í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga 2014 -

Formaður Ungmenna - og íþróttasambands Fjallabyggðar 2016 -

Ritari í stjórn FÁUM - Félags áhugamanna um minjasafn á Siglufirði 2016 -

 

Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 18
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 295574
Samtals gestir: 91280
Tölur uppfærðar: 23.11.2017 05:09:40