Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

29.09.2024 16:56

Flutt tónlist 400 sinnum á Ljóðasetrinu

Eins og einhverjir vita er ég stofnandi og forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði. Setrið var vígt af frú Vigdísi Finnbogadóttur þann 8. júlí 2011 og hefur verið opið síðan yfir sumartímann en aðra tíma ársins tek ég á móti hópum. Á þessum rúmu 13 árum hafa verið haldnir um 400 viðburðir í setrinu og við höfum tekið á móti tæplega 200 hópum sem fá kynningu á starfsemi setursins, fræðslu um íslenska ljóðlist sem og ljóðalsestur, söng og kveðskap allt eftir óskum hvers hóps. 

Oftar en ekki gríp ég í gítarinn og flyt nokkur lög eða kveð nokkrar stemmur á þessum lifandi viðburðum, og eins þegar hópar sækja setrið, og nú á dögunum kom ég fram í 400asta skiptið á Ljóðasetrinu til að flytja tónlist. Alls hef ég komið fram tæplega 1600 sinnum á tónlistarferlinum á rúmlega 200 stöðum þ.e. ýmsum félagsheimilium, skemmti- og veitingastöðum, skólum, sölum, kirkjum, útisviðum, söfnum o.fl. 

Mynd: Trölli.is

 
Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 89992
Samtals gestir: 23596
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:03:07