08.08.2025 12:35
Kennsla, ljóð og söngur
Vikan 4. - 10. maí var ljómandi góð. Önnin í skólanum styttist í annan endann svo það var nóg að gera í kennslunni auk þess sem ég skrifaði fréttir af skólastarfinu á heimasíðu skólans en það er eitt af verkefnum mínum í skólastarfinu. Um miðja vikuna tók ég á móti hressum alþjóðlegum hópi nema úr dönskum lýðháskóla og fræddi þá um íslenska ljóðlist, tungumálið okkar og menningu og með fylgdu ljóðabrot, söngur og spilerí.
Við Stulli vorum kallaðir til að vera skemmtilegir og leika fyrir dansi á Kótilettukvöldi eldri borgara í Fjallabyggð sem fór fram í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Var skemmtunin mjög vel sótt og mikið dansað. Ég flutti nokkrar frumsamdar vísur og kvað einnig fyrir mannskapinn.
Svo reyndi maður að vera duglegur að hreyfa sig, dytta að garðinum og skrifa fréttir á nokkrar síður í minni umsjá.
![]() |