10.11.2025 12:42
Sungið á Óló, Dalvík og Akureyri
Vikan 14. - 20. september var stútfull af tónlist og svo var líka verið að vinna fyrir saltinu í grautinn í kennslunni. Fyrri hluti vikunnar helgarðu kennarastarfinu þar sem allt er komið í fastar skorður og rennur ljúft hjá okkur í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Við hjónin líka dugleg að rækta kroppana í ræktinni okkar, hjóla í blíðunni og sinna haustverkum í garðinum.
Tónlistin tók svo yfir seinni part vikunnar. Við Stulli komum fram á Kráarkvöldi á dvalarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði, fórum með vísur og limrur, stjórnuðum fjöldasöng og lékum svo fyrir dansi. Í hádeginu á föstudag var ég með tónleika í menningatrhúsinu Bergi á Dalvík þar sem ég flutti eigin lög við ljóð norðlenskra skálda. Var vel mætt og stemningin notaleg. Á föstudagskvöldinu lékum við Stulli svo fyrir dansi hjá hressu fólki 60+ í félagsmiðstöð þess aldurshóps á Akureyri. Þar var mikið fjör og dansað frá fyrsta tóni. Við Stína gistum svo á Akureyri og notuðum laugardaginn í ýmsa snúninga. - Myndin er frá tónleikunum í Bergi á Dalvík.
![]() |

