07.12.2025 14:00
Hatursorðræða, Umfþing og ljóðasýsl
Vikurnar 5. - 18. okt. voru annasamar og land lagt undir fót. Í skólanum þar sem ég kenni, Menntaskólanum á Tröllaskaga, var svokölluð miðannarvika dagana 6. - 10. okt. þar sem hefðbundin kennsla er sett til hliðar meðan kennarar vinna að námsmati og nemendur sinna öðrum verkefnum. Að þessu sinni tókum við að okkur þrír kennarar að búa til og kenna vikuáfanga um hatursorðræðu, ekki vanþörf á á þessum síðustu og verstu. Nemendur stóðu sig frábærlega þessa viku og skiluðu innhaldsríkum og metnaðarfullum úrlausnum um þetta samfélagsmein sem hatursorðræða er.
Á fimmtudeginum heimsótti ég vinnustofu Sjálfsbjargar á Siglufirði og flutti þeim góða hópi sem þar var nokkur ljóð og lög við góðar undirtektir. Að lokinni kennslu á föstudegi var svo brunað í Stykkishólm þar sem við hjónin sátum Sambandsþing Ungmennafélags Íslands sem fulltrúar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar. Þetta var nokkuð átakaþing þar sem deilt var um skiptingu lottótekna en önnur mál leyst í bróðerni. Alltaf gaman að hitta félaga úr hreyfingunni og rifja upp góðar stundir á keppnisvellinum sem og úr starfinu. Svo var brunað heim aftur á sunnudegi og við tók ný hefðbundin kennsluvika.
Fimmtudaginn 16. okt. var svo haldið til Akureyrar þar sem ég tók þátt í skemmtilegu ljóðakvöldi á fimmtudagskvöldinu og næstu tveir dagar voru nýttir inn á Akureyri til að vera með afkomendum, versla og vinna.
Að auki voru þessr tvær vikur hefðbundnar vikulegar æfingar með Karlakór Fjallabyggðar og svo með Stulla spilafélaga mínum. Skrifaðar á annan tug frétta á ýmsar síður og eitthvað var reynt að rækta kroppinn.
Myndin er frá ljóðakvöldi á Akureyri
![]() |

