Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Blog records: 2024 N/A Blog|Month_11

24.11.2024 14:02

Ljúfar fjölskyldustundir

Höfum átt ljúfar og góðar stundir með stórfjölskyldunum undanfarnar vikur. Brá mér vestur á Bíldudal um miðjan október að heilsa upp á karl föður minn og vini og ættingja þar. Í lok október var svo haldið í borgina til að halda upp á afmæli elsta barnabarnsins, hennar elsku Ronju sem átti 21 árs afmæli. Var það sérlegga góð stund. Í suðurferðinni hittum við einnig systkini okkar, börn og barnabörn. 

Í byrjun nóvember dvöldum við hjónin nokkrar nætur í bústað í Kjarnaskógi og fengum góða vini og ættingja í grillveislur. Um miðjan nóvember vorum við Logi bróðir svo með dagskrá í Davíðshúsi á Akureyri, opnuðum þar Litlu ljóðahátíðina. Þar voru eiginkonur okkar viðstaddar og þrjár dætur mínar. Svo kom yngsta dóttirin heim í laufabrauðsgerð á dögunum og sonurinn kíkir í mat öðru hvoru. Ómetanlegar fjölskyldustundir.

 

 

 

 

 

  • 1
Today's page views: 173
Today's unique visitors: 14
Yesterday's page views: 295
Yesterday's unique visitors: 26
Total page views: 144414
Total unique visitors: 30144
Updated numbers: 6.7.2025 11:36:28