Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

06.04.2007 17:08

Ný rúða, fundur og fjör

Enn nýtur maður þess að vera í fríi en dagarnir fljúga áfram.  Vakið fram á nótt við skriftir, sjónvarpsgláp og lestur.  Er að lesa sjálfa Njálu í annað sinn, stórkostleg bók ef maður lætur ekki ættartölu upptalningu trufla lesturinn of mikið.  Þvílíkir kappar og ekkert verið að tvínóna við hlutina.  Sofið fram eftir og leikið við börnin.  Setti nýja rúðu í útidyrahurðina með tengdapabba þúsundþjalasmið áður en farið var á enn einn fundinn.  Að þessu sinni var það mjög áhugaverður kynningarfundur Siglfirðingafélagsins á starfsemi þess og framtíðarplönum.  Umræðan fór fljótt yfir í ferðamál og kynningu á Siglufirði sem útivistarparadís sem staðurinn svo sannarlega er.  Þarna var tekið undir margt af því sem við í Menningarnefnd Fjallabyggðar höfum verið að ýta á eftir t.d. að ráða menningar/markaðsfulltrúa fyrir sveitarfélagið og gera stórátak í þeim málum svo við verðum klár í slaginn þegar sá stóri dagur rennur upp að Héðinsfjarðargöngin verða opnuð. 

Siglufjörður hefur upp á svo ótlamargt að bjóða í þessum efnum en okkur vantar að koma því betur á framfæri; glæsileg söfn, ótrúlega náttúru með fjölmörgum gönguleiðum, stórkostlegt skíðasvæði, iðandi menningarlíf og svo mætti lengi telja.

Um kvöldið söng ég síðan nokkur lög í sýningunni Frá Óperu til Idol á skemmtistaðnum Allanum og varð úr þess hin besta skemmtun.  Fínn salur og söngvararnir og hljómsveitin í fínu formi.
Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96459
Samtals gestir: 24471
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:40:40