Þórarinn Hannesson - Afraksturinn
Eins og fram kemur annarsstaðar á síðunni þá hefur Þórarinn alltaf verið haldinn einhverri skráningaráráttu varðandi það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og hér birtist yfirlit yfir það helsta sem að baki liggur á hinum ýmsu sviðum.
Tónlistin:
Hefur komið fram alls 1483 sinnum:
Dansleikir 89
Pöbbaspil 69
Tónleikar 169 (Eigið efni)
Annað - einn m/gítar 514
Aðrir viðburðir 642
Hefur komið fram í 48 byggðum. (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðakjarnar)
Hefur komið fram á 195 stöðum, 45 félagsheimilium og skemmtistöðum og 150 öðrum stöðum þ.e. ýmsum sölum, skólum, kirkjum, íþróttahúsum, samkomutjöldum, útisviðum, söfnum, veitingastöðum, dvalarheimilum o.fl.
Oftast komið fram á þessum stöðum:
9. Siglufjarðarkirkju 32
Hefur flutt eða tekið þátt í að flytja opinberlega alls 1075 lög (sum þeirra ansi oft!):
Íslensk 476 (og erlend með íslenskum textum)
Erlend 369
Frumsamin dægurlög 210 Frumsamin kvæðalög 20
Hefur samið 230 dægurlög, 21 kvæðalag og 144 texta.
64 þessara laga og 32 textar hafa verið gefin út á plötum.
67 þeirra hafa heyrst í útvarpi, 3 í sjónvarpi og 95 í útsendingum á netinu.
3 þeirra hafa verið sungin við jarðarfarir og 2 þeirra við brúðkaup.
Hefur flutt þau alls 3394 sinnum opinberlega.
Flutningur frumsaminna dægurlaga - Topp 10:
1. Kveðjur 87 sinnum
2. My mountains 76
3. Trygglyndi 72
4. Lóan er komin V 71
5. Kannski 66
6. Bíldudalur bærinn minn 66
7. Eitt andartak 60
8. Sól er yfir Siglufirði 57
9. Vinsemd 57
10.Ósk 56
Flutningur frumsaminna kvæðalaga - Topp 10:
1. Rúna sjósett 108 sinnum
2. Árstíðavísur 46
3. Jón Tíkargjóla 41
4. Vísur 38
5. Siglingavísur 24
6. Til ferskeytlunnar 20
7. Þorravísur 19
8. Memento mori 17
9. Stökur um áramót 1915 16
10.Stökur um sjálfan sig 15
Hefur komið fram einn með gítarinn frá árinu 1989 og flutt eigin lög og annarra við ýmis tækifæri. Starfaði einnig með söng- og kvæðamannahópum um nokkurra ára skeið auk þess að syngja inn á lög fyrir ýmsa aðila.
Þórarinn hefur komið fram með um 220 tónlistarmönnum á ferlinum, byrjendum, snillingum og allt þar á milli. Þá er ótalið kórar, söngur í leikritum og söngleikir. Misjafnt er hversu oft hann hefur stigið á svið með viðkomandi tónlistarfólki en með þessum hefur hann komið oftast fram:
Topp 10:
Sturlaugur Kristjánsson Siglufirði 142 sinnum
Mundína Bjarnadóttir Siglufirði 119
Daníel Pétur Daníelsson Siglufirði 98
Bjarni Þór Sigurðsson Bíldudal 89
Matthías Ágústsson Bíldudal 86
Björn Sveinsson Siglufirði 85
Birgir Ingimarsson Siglufirði 83
Viðar Örn Ástvaldsson Bíldudal 82
Friðfinnur Hauksson Siglufirði 78
Þorsteinn Sveinsson Siglufirði 60
Stúlli er á toppnum yfir þá sem maður hefur komið oftast fram með. Á hæla honum er eini kvenmaðurinn á listanum, Mundína söngdíva, en við sungum saman í Gómunum og kváðum saman í Fjallahnjúkum auk þess sem við höfum sungið saman við fleiri tækifæri. Daníel Pétur er nú kominn upp í þriðja sætið en við komum fram saman sem dúó (Svilabandið) um tíð og höfum auk þess stigið saman á svið með hinum og þessum tónlistarmönnum á undanförnum árum. Þá er það frændi minn og vinur Bjarni Þór sem starfaði með mér í Græna bílnum ... auk þess sem við höfum brallað ýmislegt annað saman í tónlistinni. Bjössi Sveins er næstur en við höfum aðallega sungið saman með Gómunum. Þá er það Matti stórvinur minn og frændi úr Græna bílnum... auk þess sem hann hefur oft komið fram með mér þegar ég flyt eigin lög. Biggi Ingimars úr Gómunum er næstur og svo Viðar hinn fjölhæfi tónlistarmaður frá Bíldudal sem lék með mér í Græna bílnum, Vesturförunum og við önnur tækifæri. Þá er það strigabassinn og fjörkálfurinn Finni Hauks sem syngur með mér í Gómunum og loks hann Steini Sveins sem syngur og ber húðir jöfnum höndum auk þess að vera frámunalega skemmtilegur. Úrvalsfólk upp til hópa sem gaman hefur verið að spila og syngja með.
Með þessum hljómsveitum, dúettum, kvæðamanna- eða sönghópum hefur Þórarinn komið oftast fram:
Gómarnir 86 sinnum
Græni bíllinn hans Garðars 65
Tóti og Danni 37
Fjallahnjúkar 31
Ríma 30
Tóti og Kiddi 22
Tóti og ungarnir 13
Brestur 9
Tíbía 8
Vesturfararnir 5
Lesa má nánar um þetta allt saman í tónlistarannálunum hér til hliðar.
Íþróttirnar:
Þórarinn hefur stundað íþróttir frá æskuárum sér til mikillar gleði og ánægju. Hefur hann komið víða við á því sviði, hér verður rennt yfir það helsta:
Æft og keppt í frjálsum íþróttum með: Íþróttafélagi Bílddælinga (ÍFB) , Hérðassambandinu Hrafnalóka (HHF), Ungmennafélagi Selfoss (UMFS), Hérðassambandinu Skarphéðni (HSK), Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) og Ungmennafélaginu Glóa. Keppt á Íslandsmótum, Bikarkeppnum 1. og 3. deild, Landsmótum, héraðsmótum o.fl Tekið þátt í rúmlega 50 mótum.
Æft og keppt í körfubolta með: Haukum, Ungmennafélagi Laugdæla (UMFL), Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), Breiðabliki, Íþróttafélaginu Herði (ÍH) og Ungmennafélaginu Glóa. Leikið í 1. og 2. deild Íslandsmótsins, Bikarkeppni KKÍ, Landsmótum, héraðsmótum o.fl. alls um 150 leiki í meistaraflokki.
Æft og keppt í knattspyrnu með: Íþróttafélagi Bílddælinga (ÍFB), Héraðssambandinu Hrafnaflóka (HHF), Knattspyrnufélagi Siglufjarðar (KS) og Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS). Leikið í 3. og 4. deild Íslandsmótsins, Bikarkeppni KSÍ, Vestfjarðamótum, héraðsmótum o.fl. alls um 120 leiki í meistaraflokki.
Æft og keppt í blaki með: Hérðassambandinu Skarphéðni (HSK), Blakklúbbnum Hyrnunni og Blakfélagi Fjallabyggðar (BF). Hefur tekið þátt í 63 helgarmótum og leikið 91 stakan leik á Íslandsmótum í 1. 2. og 3. deild sem og á héraðsmótum. Hefur einnig keppt á 10 strandblaksmótum.
Auk þess í skólaliðum í ýmsum greinum í Héraðsskólanum á Reykholti, Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Íþróttakennaraskóla Íslands.
Hefur keppt í 54 byggðum (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðakjarnar)
Hefur keppt í 133 íþróttamannvirkjum (íþróttahús og vellir) hérlendis og erlendis:
Knattspyrna 49 vellir/íþróttahús.
Körfubolti 38 íþróttahús.
Blak 43 íþróttahús/ 1 strandblakvöllur.
Frjálsar 31 vellir/íþróttahús.
Handbolti 4 íþróttahús.
Golf 2 vellir.
Helstu viðurkenningar:
Íþróttamaður ársins í Héraðsskólanum í Reykolti 1982 (Frjálsar, körfubolti, fótbolti, blak o.fl.)
Íþróttamaður Bíldudals 1983 (Frjálsar og fótbolti)
Körfuknattleiksmaður HSK 1985
Íþróttamaður HHF 1988 (Frjálsar og fótbolti)
Körfuknattleiksmaður Glóa 1995
Körfuknattleiksmaður Siglufjarðar 1995
Blakmaður Fjallabyggðar 2017
Helstu titlar og met:
Setti Vestfjarðamet í spjótkasti 17-18 ára 1982.
Íslandsmeistari í spjótkasti og fimmtarþraut karla 1986.
Oftsinnis í verðlaunasætum í frjálsum íþróttum á Íslandsmótum, bikarkeppnum og Landsmótum á árunum 1986-1994.
Setti um 20 héraðsmet hjá HHF á árunum 1981-1993 í fjórum greinum. Þrjú þeirra standa enn í dag; í hástökki 1.94m (á grasi), í spjótkasti 59.96m og kringlukasti 35.90m.
Norðurlandsmeistari í spjótkasti 1995.
Þrefaldur Íslandsmeistari öldunga í frjálsum í flokki 40-44 ára innanhúss- og utan 2007.
Fjórfaldur Íslandsmeistari öldunga í frjálsum í flokki 40-44 ára innanhúss 2008.
Fimmfaldur Íslandsmeistari öldunga í frjálsum í flokki 45-49 ára innanhúss 2009.
Íslandsmeistari í kúluvarpi öldunga í flokki 45-49 ára innanhúss 2010.
Tvöfaldur Íslandsmeistari öldunga í frjálsum í flokki 45-49 ára utanhúss 2013.
Meistari í 2. deild í blaki með BF árið 2017.
Á enn í dag 28. besta árangur Íslendings frá upphafi í spjótkasti (59.96m) og þann 38. besta í hástökki (1.95m).
Á sjöunda besta árangur Íslendings frá upphafi í flokki 40-44 ára í hástökki utanhúss (1.60m) og spjótkasti (48.85m). Fimmta besta árangur í hástökki innanhúss (1.70m) auk þess að vera inná topp 10 í fleiri greinum í þessum aldursflokki.
Á næst besta árangur Íslendings í flokki 45-49 ára í hástökki innanhúss (1.65m). Fimmta besta árangurinn í hástökki utanhúss (1.56m) og í spjótkasti í sama flokki 44.06m.
Ljóðlistin:
Hefur flutt eigin ljóð og vísur opinberlega alls 295 sinnum.
Hefur flutt eigin kveðskap í 17 byggðum. (Borgir, kaupstaðir, kauptún, byggðarkjarnar, sveitir )
Hefur flutt hann á 72 stöðum. (Söfn, setur, skólar, kirkjur, salir, félagsheimili, dvalarheimili o.fl.)
Oftast komið fram á þessum stöðum:
1. Ljóðasetrið á Sigló 123
2. Grunnskólinn Norðurgötu Sigló 27
3. Þjóðlagasetrið 10
4. Menntaskólinn á Tröllaskaga 8
5. Skólahúsið Tjarnarstíg Óló. 7
6. Grunnskólinn Hlíðarvegi Sigló 7
7. Siglufjarðarkirkja 7
8. Bíóið/Allinn á Sigló 6
9. Útvarp Trölli 5
10. Í og við æskuheimilið Birkihlíð 5
Hefur flutt alls 207 frumsamin ljóð og vísur opinberlega.
Þar af flutt 63 í útsendingum á netinu, 16 í útvarpi og 9 í sjónvarpi.
Þessi hefur hann flutt oftast:
1. Sund í Reykjafirði 104
2. Flekasmíði 101
3. Leynifélagið Svarta Sósan 75
4. Þegar Kobbi kom í bæinn 58
5. Fjallið 48
6. Þá og nú 47
7. Fjörulalli 40
8. Sumardagur 39
9. Með stolinn harðfisk 38
10.Gamla bryggjan 36
Hefur gefið út sjö ljóðabækur:
2006 Æskumyndir
2009 Fleiri æskumyndir
2012 Nýr dagur
2013 Um jólin
2016 A Small Collection of Poetry - Ljóðasafn
2019 Listaverk í leiðinni
2020 Enn fleiri æskumyndir
Ljóð og vísur Þórarins hafa birst í nokkrum tímaritum og blöðum m.a. Morgunblaðinu, Heima er best, Skinfaxa, Hellunni o.fl. Auk þess á nokkrum frétta- og heimasíðum og ljóð hans hangir/hékk upp á vegg í endurhæfingarmiðstöð í Reykjavík fólki til hvatningar.
Ljóð hans hafa hljómað í útvarpi og sjónvarpi, í útsendingum á netinu og á ýmsum viðburðum t.d. í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar, árshátíðum grunnskóla o.fl.
Kveðskapur hans hefur einnig ratað í leikhúsið:
- Hann samdi söngtexta fyrir Leikfélag Siglufjarðar er það setti upp verkið Tveggja þjónn árið 2008.
- Hann samdi vísur fyrir einleikinn Bjálfansbarnið sem Kómedíuleikhúsið sýndi rúmlega 20 sinnum árin 2011 - 2013.
- Hann samdi söngtexta fyrir verk sitt Í landlegu sem hann sýndi 18 sinnum árin 2014 - 2017.
- Ljóð hans Jólabaksturinn var notað í sýningunnni Fjallkonan fríð sem leikhópurinn Leikhúslistakonur 50+ setti upp árið 2018 í Þjóðleikhúskjallaranum.
Ritstörfin:
Þórarinn hefur frá fyrstu tíð lesið mikið og föndrað við hið ritaða orð. Hér er yfirlit yfir eitthvað af því sem orðið hefur til við þessa iðju:
Blaðamennska:
Ritstjórn og ritun nokkurra fréttabréfa og blaða - Aðallega fyrir íþróttahreyfinguna.
Ritstjórn og ritun frétta og ýmissa upplýsinga á nokkuð margar heimasíður og fésbókarsíður.
Skrifað rúmlega 1350 fréttir í héraðsfréttablaðið Helluna á Siglufirði, sem þekja rúmlega 470 bls.
Í árslok 2022 hafði hann ritað samtals 5721 frétt og greinar í hina ýmsu miðla.
Ýmis rit:
Skrifað og gefið út tvö hefti með sögum hljómsveita sem hann hefur starfað í:
- Hljómsveitin Brestur frá Bíldudal - Skólahljómsveit Barnaskóla Bíldudals 1978 - 1979. Kom út árið 2000.
- Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars frá Bíldudal - Saga gleðisveitar. Kom út árið 2001.
Skrifaði og gaf út, ásamt Loga bróður sínum, spurningabók um kvikmyndir. Hvað veist þú um kvikmyndir? Kom út árið 2001.
Skrifaði og gaf út spurningakver,100 spurningar og svör. Hvað veist þú um Siglufjörð og Siglfirðinga? Kom út 2018.
Skrifaði sögu sönghópsins Góma fyrir meðlimi hópsins og lét útbúa nokkrar bækur, eintak einnig varðveitt á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Árið 2018.
Skrifaði sögu tvíeykisins Tóti og Danni (Svilabandið), lét útbúa nokkrar bækur og er eintak varðveitt á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Árið 2020.
Skrifaði sögu kvæðamannafélagsins Fjallahnjúka, lét útbúa nokkrar bækur fyrir meðlimi hópsins og einnig fyrir Bókasafn Fjallabyggðar á Siglufirði. Árið 2020.
Texta- ljóða- og vísnagerð:
Samið 140 dægurlagatexta.
Samið fjölda ljóða, kvæða og vísna.
Ljóðabækur:
Sendi frá sér ljóðabókina Æskumyndir árið 2006.
Sendi frá sér ljóðabókina Fleiri æskumyndir árið 2009.
Ljóðabók hans Nýr dagur kom út hjá bókaforlaginu Uglu í júlí 2012.
Ljóðakverið Um jólin kom út í nóvember 2013. ÞH og Kómedíuleikhúsið gáfu út. Önnur prentun 2018.
Gaf út þýðingar á eigin ljóðum í júlí 2016. A Small Collection of Poetry.
Sendi frá sér ljóðakverið Listaverk í leiðinni árið 2019.
Sendi frá sér ljóðabókina Enn fleiri æskumyndir árið 2020. Lokin á æskumyndaþríleiknum.
Gamansagnaritun:
Safnaði, skráði og gaf út 1. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út 2009.
Safnaði, skráði og gaf út 2. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út 2010.
Safnaði, skráði og gaf út 3. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út í nóvember 2011.
Safnaði, skráði og gaf út 4. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út í nóvember 2012.
Safnaði, skráði og gaf út 5. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út í apríl 2017.
Safnaði, skráði og gaf út 6. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út í apríl 2019.
Safnaði, skráði og gaf út 7. hefti af 50 Gamansögur frá Siglufirði, kom út í júní 2021.
Leikritun/ljóðaleikir:
Samdi, í samstarfi við Elfar Loga bróður sinn, ljóðaleikinn Þorpið, upp úr samnefndri ljóðabók Jóns úr Vör, árið 2009.
Samdi leikþátt um ævi og kveðskap Laugja pósts (Guðlaugs Sigurðssonar) í sept. 2011
Samdi jólasveinavísur sem voru hluti af handriti einleiksins Bjálfansbarnið hjá Kómedíuleikhúsinu 2011.
Skrifaði einleikinn Í landlegu í júní 2014 og frumsýndi hann í júlí það sama ár.
Samdi, í samstarfi við Elfar Loga bróður sinn, ljóðaleikinn Með fjöll á herðum sér, upp úr ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar, árið 2019.
Nánar um þetta má sjá undir liðnum Ritstörfin hér til hliðar.
Lesturinn:
Þórarinn hefur verið mikill lestrarhestur frá barnæsku. Þó hafa komið tímabil þar sem ekki hefur verið mikill tími fyrir þessa skemmtilegu iðju þar sem svo mikið hefur verið um að vera og oft og iðulega vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn til að framkvæma allt sem hugurinn stendur til. En alltaf leitar hugurinn aftur til bókanna þegar róast enda fátt betra en að gleyma stað og stund yfir góðri bók.
Hér má sjá fjölda þeirra bóka sem lesnar hafa verið, fyrir utan ýmsar skólabækur, og er þeim raðað niður í nokkra flokka:
Íslenskar skáldsögur 119
Erlendar skáldsögur 154
Ævisögur og minningabækur 92
Sannsögulegar bækur 23
Smásagnasöfn/Gamansögur 51
Ljóðabækur og ljóðasöfn 214
Leikrit 5
Fræðibækur 57
Barna- og unglingabækur 211
Myndasögur 55 = 981
Leiklistin:
Þórarinn hefur alltaf haft gaman af leiklistinni enda alinn upp við að sjá leikverk taka á sig mynd á sviðinu í Baldurshaga á Bíldudal þegar Leikfélagið Baldur setti þar upp hvert snilldarstykkið af öðru. Hannes faðir hans gjarnan í höfuðrullum og frændur, frænkur og aðrir íbúar bæjarins létu ævintýrin gerast. Þórarinn tók þó aldrei þátt í þessum sýningum sem barn en brá sér á svið í nokkrum leikþáttum á skólaskemmtunum og svo tók hann þátt í stórri sýningu í Héraðsskólanum í Reykholti. Lengi vel reyndi Þórarinn að halda leiklistargyðjunni frá sér en varð að lokum að gefa henni tíma. Hér er yfirlit yfir dansinn með henni:
Goðgá: Lék annað aðalhlutverkið í söngleiknum Goðgá (eða Sá á ekki að fara á kamar sem á hamar), hlutverk þrumuguðsins Þórs, þegar verkið var sett upp í Héraðsskólanum í Reykholti 1980. Var verkið sýnt þrisvar sinnum.
Þrembill: Lék hlutverk Percy Knorr í einþáttungi sem var hluti sýningu hjá Leikfélagi Siglufjarðar 2006 þar sem sýndir voru þrír einþáttungar. Sýningar urðu sex talsins.
Láttu ekki deigan síga Guðmundur: Lék nokkur lítil hlutverk og sá um undirleik í verkinu Láttu ekki deigan síga Guðmundur sem LS setti upp árið 2007. Var ráðinn viku fyrir frumsýningu. Verkið sýnt sjö sinnum.
Þorpið: Við bræðurnir, ég og Logi, sömdum ljóðaleik upp úr ljóðabókinni Þorpið, eftir Jón úr Vör, og sýndum saman. Ég samdi 8 lög við ljóð úr bókinni og flutti þau í sýningunni og Logi leiklas önnur valin ljóð úr bókinni. Vorum í hlutverkum sjóara í Þorpinu. Verkið var frumsýnt fyrir fullu húsi í Patreksfjarðarkirkju, í Þorpinu sjálfu, á sjómannadag 2009 og síðan sýnt 5 sinnum til viðbótar í nokkrum kirkjum á Vestfjörðum sem og á ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði.
Laugi póstur: Samdi leikgerð um ævi og kveðskap Laugja pósts sem frumsýnd var á ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði 2011. Lék blaðamann og söng m.a. eigin lög sem samin voru fyrir verkið. Daníel Pétur túlkaði Laugja og kvæðamenn kváðu vísur hans við ýmsar stemmur. Sýnt þisvar sinnum, í mismunandi útgáfum, m.a. sem einleikur.
Samdi fjölda jólasveinavísna sem voru mikilvægur hluti af handriti einleiksins Bjálfansbarnið sem Kómedíuleikhúsið á Ísafirði setti upp fyrir jólin 2011. Var einnig sýnt næstu ár, rúmlega 20 sýningar.
Í landlegu: Samdi einleikinn Í landlegu í júní 2014 eftir að hafa gengið með hann í kollinum í rúmt ár. Frumsýndi hann í júlí sama ár. Verkið skrifað með Bátahús Síldarminjasafnsins í huga og sýnt þar og víðar. Fjallar um stemmninguna í landlegu á síldarárunum á Siglufirði, auk þess sem eitt og annað ber á góma. Létt og skemmtilegt verk, kryddað með söng, kveðskap og dansi. Verkið er um 40 mínútur í flutningi. Hefur sýnt það 18 sinnum.
Með fjöll á herðum sér. Bræðurnir Þórarinn og Elfar Logi settu saman ljóðaleik með þessu nafni í tilefni af 100 ára árstíð ljóðskáldsins Stefáns Harðar Grímssonar árið 2019. Ljóð Stefáns Harðar í forgrunni og farið stuttlega yfir æviferil skáldsins. Þórarinn spilaði og söng 5 frumsamin lög við ljóð skáldsins í verkinu og Logi flutti fjölda ljóða hans. Verkið er um 40 mínútur í flutningi. Það var frumflutt í Gránu á ljóðahátíðinni Haustglæður í lok september 2019. Hefur verið flutt 2 sinnum.
Samtals tekið þátt í sýningu á leikverki 45 sinnum.
Útvarpsþættir:
Eitt af því sem Þórarinn hefur verið að vasast í er að stýra útvarpsþáttum á Útvarpi Trölla FM 103,7. Útvarpsstöðin var staðsett á Siglufirði um árabil og náðu útsendingar hennar um Eyjafjörð, allt að Akureyri, sem og á Hvammstanga og nágrenni. Einnig sendir stöðin út á netinu og næst því í raun allsstaðar þar sem er netsamband. Þegar Þórarinn starfaði sem kennari við Hérðasskólann á Núpi kom hann líka aðeins nálægt slíkri starfsemi því sett var upp útvarpsstöð í skólanum, sem starfaði í nokkra daga, kallaðist hún Útvarp Núpur, og stýrði hann nokkrum þáttum þar. En það var árið 2014 sem þetta skemmtilega áhugamál bankaði af alvöru á dyrnar. Var Þórarinn með þrenns konar þætti á Útvarpi Trölla á árunum 2014 - 2018 og hafði gaman af. Þættirnir Tónlistarmaður mánaðarins voru 2 klst. aðrir helmingi styttri. Hér er yfirlit yfir fjölda þátta:
Útvarp Núpur 3
Þema þáttur Þórarins 29
Tónlistarmaður mánaðarins 35
Rokkstundin 25 = 92
Viðburðir:
Þórarinn hefur staðið fyrir, skipulagt og stýrt ýmsum opinberum viðburðum í gegnum tíðina, ýmist einn eða með öðrum. Aðallega eru þetta menningarviðburðir af ýmsu tagi s.s. tónleikar, upplestrarkvöld, ljóðalestur, söngskemmtanir, leiksýningar og ljóðaleikir sem og dansleikir og íþróttamót eða aðrir íþróttatengdir viðburðir. Hér er smá yfirlit yfir þessa viðburði. Staðan í árslok 2022:
Vestfirðir:
Dansleikir 24
Tónleikar 34
Íþróttamót 14
Aðrir viðb. 21
Siglufjörður:
Á Ljóðasetrinu 353
Á ljóðahátíð 76
Tónleikar 54
Íþróttaviðburðir 83
Aðrir viðburðir 47
Ólafsfjörður:
Á ljóðahátíð 11
Tónleikar 6
Aðrir viðburðir 11
Annars staðar á landinu:
Dansleikir 5
Tónleikar 3
Aðrir viðburðir 5
Samtals eru þetta víst 747 viðburðir.
Helstu embætti í félagsstarfi:
Þórarinn hefur komið mikið að ýmiskonar félagsstarfi í gegnum tíðina. Hér verður getið þess helsta á þeim vettvangi:
Íþróttamál:
Í stjórn knattspyrnuráðs Héraðssambandsins Hrafnaflóka 1983.
Í stjórn Íþróttabandalags Siglufjarðar með stuttum hléum frá 1994-2009. Ritari, gjaldkeri og varaformaður.
Formaður Frjálsíþróttadeildar Umf. Glóa 1994 - 2005
Formaður Ungmennafélagsins Glóa frá 1995 -
Formaður körfuknattleiksdeildar Umf Glóa 1995 - 2005
Gjaldkeri í fyrstu stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF), 2009 - 2010
Ritari í stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) 2013 - 2016
Formaður Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) 2016 - 2019
Varaformaður Blakfélags Fjallabyggðar 2018 - 2019
Varaformaður Blakfélags Fjallabyggðar 2020 - 2022
Skólamálin:
Fulltrúi kennara í Skólanefnd Siglufjarðarkaupstaðar 1994 - 1997
Trúnaðarmaður kennara við Grunnskóla Siglufjarðar 1995 - 1997 og 2000 - 2008
Formaður Skólastjórafélags Norðurlands-vestra 2006 - 2008
Fulltrúi kennara í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga 2014 - 2017
Fulltrúi kennara í skólaráði Menntaskólans á Tröllaskaga 2017 - 2020
Bæjarmálin:
Formaður Íþrótta-og æskulýðsnefndar Siglufjarðar 1998 - 2002
Í Íþrótta- og æskulýðsnefnd Siglufjarðar 2002 - 2006
Varabæjarfulltrúi á Siglufirði 2002 - 2005
Í síðustu bæjarstjórn Siglufjarðar 2005 - 2006
Varabæjarfulltrúi í Fjallabyggð 2006 - 2010
Í meirihlutaráði Fjallabyggðar 2006 - 2010
Formaður Menningarnefndar Fjallabyggðar 2006 - 2010
Í Heilbrigðisnefnd SSNV 2007 - 2010
Í stýrihópi um Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð 2018 - 2022
Önnur mál:
Formaður þjóðhátíðarnefndar á Siglufirði 2006 - 2009
Formaður og stofnandi Félags um Ljóðasetur Íslands 2009 -
Gjaldkeri í stjórn FÁUM - Félags áhugamanna um minjasafn á Siglufirði 2016 -
Stjórnarformaður félagsins Síldarævintýrið á Siglufirði 2019 -
Í stýrihópi um Síldarævintýri 2019, 2020, 2021, 2023
Félagsstörf í dag:
Forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands
Formaður Félags um Ljóðasetur Íslands
Formaður Umf Glóa
Gjaldkeri í stjórn Félags áhugamanna um minjasafn á Siglufirði (FÁUM)
Stjórnarformaður félagsins Síldarævintýrið á Siglufirði
Í stýrihópi um Síldarævintýri á Siglufirði 2023