Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Tónlistarannálar 1996-´00

Þórarinn kom aðeins tvisvar fram árið 1996. Flutti tvö frumsamin lög í annað sinnið. Líklega hafa um 200 manns orðið vitni að því. Ekkert samið þetta ár.

# Lék á Hótel Læk. Hefðbundið pöbba-spilerí.
# Kom fram á skemmtikvöldi í Bíóinu v/ kirkjuorgelsjóðs.

Tónlistin og Þórarinn gáfu hvort öðru frí árið 1997.

Aðeins ein uppákoma hjá Þórarni árið 1998 en hún var sérstaklega ánægjuleg. Rúmlega 100 manns viðstaddir.

# Frændurnir úr Græna bílnum; ÞH, Matti og Bjarni komum saman á ættarmóti og lékum hin ýmsu lög fyrir utan Baldurshaga á Bíldudal. Mikið fjör og mikið gaman. Leikið og sungið langt fram eftir nóttu.

Rólegt ár, árið 1999,  eins og árin á undan. Kom aðeins fram tvisvar sinnum. Í annað sinnið flutti ÞH tvö frumsamin lög. Lék fyrir um 60 manns.

# Lék frumsamin lög á þorrablóti kennarafélagsins á Sigló.
# ÞH og Kristinn Kristjánsson lékum saman á Litlu jólum hjá blökurum.

Árið 2000 var mjög merkilegt á tónlistarferlinum og markaði í raun nýtt upphaf. Samstarf okkar Kidda (Kristins Kristjánssonar) bassaleikara hófst formlega og ég ákvað að taka upp plötu með frumsömdu efni. Mér fannst að annaðhvort væri að gera eitthvað með þessi lög núna eða að geyma þau ofan í skúffu það sem eftir væri. Það var svo sem ekki mikið leikið opinberlega en þó meira en árin á undan. Loksins komst kallinn af stað aftur í lagasmíðum, samdi tvö lög og texta.
Kom fram 4 sinnum á árinu og lék fyrir um 250 manns. 3 frumsamin lög flutt í eitt sinn.

# Settum saman band ég, Kiddi og Elías og lékum óæft um 40 lög á Þúsaldargleði kennarafélagsins.
# Ég og Kiddi lékum á Torginu þegar hreyfingarátak Glóa var sett af stað.
# Í ágúst og september tókum við upp hjá Elíasi í Tónlistarskólanum. Komumst vel af stað.
# Ég og Kiddi lékum á opnunarkvöldi nýrra rekstraraðila á Allanum.
# Ég, Kiddi og Siggi hjúkk lékum á Litlu jólunum hjá blökurunum.
# Í des. var haldið aðeins áfram með diskinn.

Já, svo sannarlega nýtt upphaf og mikil og stór ævintýri framundan á næstum árum, eitthvað sem trommarinn í Bresti lét sig aldrei dreyma um fyrir tveimur áratugum eða svo. En lífið er ævintýri og um að gera að njóta þess og láta draumana rætast.

Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 47193
Samtals gestir: 12734
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 09:28:20