Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

08.04.2007 14:01

Eitt og annað skemmtilegt

Það hefur verið í ýmsu að snúast síðustu tvo sólarhringana.  Sígur á seinni hlutann á páskafríinu svo það er um að gera að njóta þess.  Gunnar var veginn í fyrrinótt, þ.e.a.s. að ég er kominn þar í Njálu að hinn mikli kappi Gunnar á Hlíðarenda var veginn en það var nú aldeilis ekki baráttulaust því þeir lágu einir 16 í valnum þegar Gunnar loks féll.  En, hvað um það. 
Á föstudaginn var haldin hér afmælisveisla þar sem hún Amalía átti þriggja ára afmæli, ótrúlegt hvað tíminn flýgur, þar var nokkrum hnallþórunum hesthúsað.  Ég fór í kirkjuna og las tvo Passíusálma en hélt síðan veisluhöldum áfram með gestum okkar þar til við fórum í pizzuveislu til Jónu og Danna eins og svo oft á föstudagskvöldum.
Laugardagurinn var rólegur framan af, Stína fór með eldri börnin á skíði og ég og Amalía skelltum okkur í göngutúr og sund á meðan.  Seinni partinn fór ég í Bátahúsið til að vera viðstaddur undirritun samnings á milli Síldarminjasafnsins og Fjallabyggðar en hann hljóðar upp á 6 milljón króna styrk á ári frá sveitarfélaginu til reksturs safnsins.  Á móti fær sveitarfélagið afnot af Bátahúsinu fyrir ýmsar móttökur og svo fá allir íbúar þess frítt inn á safnið meðan samningurinn gildir.  Svo nú er um að gera að vera dugleg að mæta með gesti sína á safnið næsta sumar.  Eftir læri og ís hjá tengdó um kvöldið var farið niður á Alla þar sem sungið var fram eftir kvöldi í S'yningunni Allt frá Óperu til Idol og heppnaðist það frábærlega vel.  Fullur salur af hressu fólki og allir í stuði, líka undirritaður.
Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96459
Samtals gestir: 24471
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:40:40