12.04.2007 17:51
Öðlingur kveður þennan heim
Undanfarnir dagar hafa verið nokkuð erfiðir hjá fjölskyldunni því í nótt kvaddi afi hennar Stínu minnar, heiðursmaðurinn Gestur Frímannsson, þennan heim eftir nokkura daga legu á sjúkrahúsinu hér á Siglufirði. Þó sálin hafi verið nokkuð hress hjá þeim gamla og lundin létt sem fyrr þá var líkaminn lúinn og hvíldinni feginn. Fæturnir, sem áður báru hann létt um fjöll og dali á eftir skjátunum eða á gönguskíðum yfir heiðar sem og í landskeppnum, báru hann varla lengur. Röddin sem hljómaði svo fallega í áratugi um sali og torg með karlakórnum Vísi var ekki sú sama og hjarta og lungu á helmingsafköstum. En eitt var það sem aldrei breyttist og það var hjartagæskan og hin létta lund sem ætíð einkenndi þennan höfðingja. Manni leiddist aldrei í návist þessa sögumanns af Guðs náð, gamansögur úr sveitinni, vísur og smitandi hlátur sem engin stóðst. Það hafa án efa verið fagnaðarfundir þegar hann hitti aftur hana Lillu sína, Bjössa bróður sinn og fleiri ættingja og vini sem tóku á móti hinum hinumegin. Minningin um góðan mann lifir.
En lífið heldur áfram og hér er allt að falla í fastar skorður eftir páskafrí við foreldrarnir komin aftur til starfa í skólanum, en fyrir þá sem ekki vita starfa ég sem deildarstjóri og íþróttakennari við grunnskólann hér á Siglufirði og frúin sem skólaliði. Börnin sömuleiðis mætt til sinna starfa, að mennta sig og þroskast á ýmsa lund, innan skólans sem utan.
Nóg að gera í félagsmálunum að vanda verið að undirbúa eina tvo aðalfundi, einn fræðslufund, félagsfund, stjórnarfund, nefndarfund o.fl. Svo er meiningin að setja allt af stað í tónlistarútgáfu fljótlega nánar af þeim málum seinna. Bið að heilsa í bili.
En lífið heldur áfram og hér er allt að falla í fastar skorður eftir páskafrí við foreldrarnir komin aftur til starfa í skólanum, en fyrir þá sem ekki vita starfa ég sem deildarstjóri og íþróttakennari við grunnskólann hér á Siglufirði og frúin sem skólaliði. Börnin sömuleiðis mætt til sinna starfa, að mennta sig og þroskast á ýmsa lund, innan skólans sem utan.
Nóg að gera í félagsmálunum að vanda verið að undirbúa eina tvo aðalfundi, einn fræðslufund, félagsfund, stjórnarfund, nefndarfund o.fl. Svo er meiningin að setja allt af stað í tónlistarútgáfu fljótlega nánar af þeim málum seinna. Bið að heilsa í bili.
Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96459
Samtals gestir: 24471
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:40:40