15.04.2007 15:15
Íþróttaæfingar, myndir á heimasíðu, róleg helgi
Jæja, þá eru íþróttaæfingarnar hafnar aftur eftir páskafrí. Var með tvær æfingar á föstudaginn í frjálsum og síðan íþróttaskóla á laugardagsmorgun. Það er alveg frábært að vinna með þessum krökkum, sérstaklega þessum yngstu í íþróttaskólanum þar er allt svo spennandi og áhuginn skín úr hverju andliti. Fullt af efnilegum íþróttakrökkum hér að Siglufirðri og iðkendur mínir í frjálsum eru að gera góða hluti. Vekja alltaf eftirtekt fyrir góðan árangur þegar við förum á mót.
Hef verið að vinna töluvert við heimasíðuna þessa helgi sem er óvenju róleg verð ég að segja. Fann út hvernig á að setja myndir inn í myndaalbúmin og hef bætt töluverðu við þar. Skemmtilegar myndir af fjölskyldumeðlimum og síðan myndir úr tónlistarlífinu, þó sérstaklega af stórhljómsveitinni Græna bílnum hans Garðars. M.a. skemmtilegar myndir frá félaga Matta síðan við vorum í Geimsteini að taka upp Endalaust.
Svo er verið að undirbúa eitthvað af þessum fjölmörgu fundum sem eru framundan og leggja á ráðin með næstu vikur sem verða nokkuð annasamar sýnist mér.
Hef verið að vinna töluvert við heimasíðuna þessa helgi sem er óvenju róleg verð ég að segja. Fann út hvernig á að setja myndir inn í myndaalbúmin og hef bætt töluverðu við þar. Skemmtilegar myndir af fjölskyldumeðlimum og síðan myndir úr tónlistarlífinu, þó sérstaklega af stórhljómsveitinni Græna bílnum hans Garðars. M.a. skemmtilegar myndir frá félaga Matta síðan við vorum í Geimsteini að taka upp Endalaust.
Svo er verið að undirbúa eitthvað af þessum fjölmörgu fundum sem eru framundan og leggja á ráðin með næstu vikur sem verða nokkuð annasamar sýnist mér.
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 107
Flettingar í gær: 117
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 110322
Samtals gestir: 26963
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 15:15:56