Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

10.05.2007 10:27

Fleiri fundir, útsetningar, sund og garðvinna

Sunnudagurinn var í faðmi sjölskyldunnar, í hádeginu kom öll stórfjölskyldan í svínasteik á Hafnargötuna og síðan fórum við fjölskyldan öll saman í sund.  Seinni partinn var unnið svolítið í garðinum í kuldanum og síðan fór ég í undirbúning fyrir næsta fund. 

Á mánudaginn, eftir kennslu, var fundur hjá mér í Menningarnefndinni, við funduðum í gegnum fjarfundarbúnaðinn góða, hann hefur heldur betur sparað sporin fyrir okkur. Ýmis mál voru rædd sem koma til framkvæmda í menningarmálunum nú á næstunni.  Að loknum fundi var svo stokkið aftur út í garð að laga og leggja á ráðin um framkvæmdir sumarsins.

Maggi er búinn að senda mér sínar fyrstu hugmyndir að útsetningum laganna á nýja diskinn og hef ég hlustað þegar tími vinnst til.  Margt gott hjá Magga en annað sem ég er ekki eins sáttur við, eins og gengur, maður tengist þessum afurðum sínum hálfgerðum tilfinningaböndum og því er stundum erfitt að sjá gerðar breytingar á þeim a.m.k. verður maður oft að gefa sér tíma til að melta þær.  Fyrsti upptökudagur er svo á morgun því annað kvöld er meiningin að telja í og byrja að taka upp trommur og bassa, þá rennir maður aftur og enn yfir Láheiðina.

Í gærkvöldi var ég nefnilega á Ólafsfirði á fundi með Sjálfstæðismönnum þar sem farið var yfir stöðuna í ýmsum bæjarmálum og lagt á ráðin um næstu skref.  Mjög góður og gagnlegur fundur.

Framundan er hver atburðurinn á fætur öðrum; í dag er lokahóf hjá frjálsíþróttafólkinu mínu á Bíóinu, svo er auðvitað Eurovision í kvöld, upptaka annaðkvöld hjá Magga, Stórsýningardagur hjá okkur í skólanum á laugardag, kosningar og meira Eurovision og síðan líklega aftur í upptökur í Ólafsfjörð á sunnudag.  Manni ætti ekki að leiðast !!
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96477
Samtals gestir: 24476
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:02:09