28.05.2007 22:07
Allt á útopnu
Það er búið að vera brjálað að gera á hinum ýmsu vígstöðvum. Eins og sjá má í fréttadálkinum er ýmislegt búið að gerast í upptökumálum nýja disksins, allur söngur kominn inn og ýmis hljóðfæri. Þetta er allt að taka á sig endanlega mynd og hljómar orðið dável, þó ég segi sjálfur frá. Maggi á heiður skilinn fyrir góða vinnu og skemmtilegar útsetningar. Stefnt er að því að diskurinn veði klár í símasöluna uppúr miðjum júní.
Í félagsmálunum hefur eins verið nóg að gera. Fundað með ÍBS stjórninni, fundað vegna 17. júní, fundur um Náttúrurgripasafn í Ólafsfirði og útvarpsviðtal í framhaldinu, fundað vegna bæjarmálanna o.fl.
Í skólanum er endaspretturinn hafinn. Síðasta vikan með nemendum framundan og verða margir hvíldinni fegnir. Við ætlum að reyna að vera eins mikið útivið í námi, leikjum og þrautum þessa síðustu daga og hafa gaman saman. Svo er ein vika í frágang, útskrift nemenda og fleira skemmtilegt. Að henni lokinni ætlum við fjölskyldan að skella okkur í sumarbústað í Kjarnaskógi með vinafólki og njóta þess að vera til.
Eina sem vantar inn í prógrammið er meiri hreyfing, maður verður að fara að gera eitthvað í því. Tók að vísu góða skorpu í garðinum í dag og komst í fyrsta steinaleiðangur sumarsins því loksins er eitthvað farið að hlýna. En fyrir þá sem ekki vita er ég forfallinn steinasafnari, jájá enn ein bakterían, og fer alltaf nokkra leiðangra upp í fjöllin hér í kring að leita að fallegum steinum. Fór með Patrek og Elínu Helgu með mér í dag og við komum heim með þó nokkur kíló í farteskinu sem bætast í safnið góða. Manni veitti svo sem ekki af hreyfingunni þrjár fermingarveislur síðustu tvo daga, heldur mikið af því góða.
Annars eru bara allir hressir á heimilinu og sumarskapið að færast yfir mannskapinn.
Í félagsmálunum hefur eins verið nóg að gera. Fundað með ÍBS stjórninni, fundað vegna 17. júní, fundur um Náttúrurgripasafn í Ólafsfirði og útvarpsviðtal í framhaldinu, fundað vegna bæjarmálanna o.fl.
Í skólanum er endaspretturinn hafinn. Síðasta vikan með nemendum framundan og verða margir hvíldinni fegnir. Við ætlum að reyna að vera eins mikið útivið í námi, leikjum og þrautum þessa síðustu daga og hafa gaman saman. Svo er ein vika í frágang, útskrift nemenda og fleira skemmtilegt. Að henni lokinni ætlum við fjölskyldan að skella okkur í sumarbústað í Kjarnaskógi með vinafólki og njóta þess að vera til.
Eina sem vantar inn í prógrammið er meiri hreyfing, maður verður að fara að gera eitthvað í því. Tók að vísu góða skorpu í garðinum í dag og komst í fyrsta steinaleiðangur sumarsins því loksins er eitthvað farið að hlýna. En fyrir þá sem ekki vita er ég forfallinn steinasafnari, jájá enn ein bakterían, og fer alltaf nokkra leiðangra upp í fjöllin hér í kring að leita að fallegum steinum. Fór með Patrek og Elínu Helgu með mér í dag og við komum heim með þó nokkur kíló í farteskinu sem bætast í safnið góða. Manni veitti svo sem ekki af hreyfingunni þrjár fermingarveislur síðustu tvo daga, heldur mikið af því góða.
Annars eru bara allir hressir á heimilinu og sumarskapið að færast yfir mannskapinn.
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96477
Samtals gestir: 24476
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:02:09