10.06.2024 17:38
Ljóðaflutningur á Hlíð
Ljóðaflutningur og kynning á Ljóðasetrinu í Hlíð á Akureyri
Um hríð hefur verið starfandi ljóðaklúbbur í tengslum við félagsstarfið á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Það eru þau Rakel Hinriksdóttir og Arnar Már Arngrímsson sem standa fyrir þeirri starfsemi en bæði hafa sinnt ritun af ýmsu tagi undanfarin ár.
Ég, sem forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands, fékk boð um að heimsækja klúbbinn á þeirra vikulegu stund í Hlíð, segja frá setrinu og flytja ljóð og var að sjálfsögðu sagt já við þeirri góðu bón.
Næstkomandi fimmtudag, 13. júní kl. 13.30, mun ég því taka hús á þessum flotta félagsskap, kynna starfsemi Ljóðasetursins, flytja nokkur ljóð og grípa gítarinn með mér til að krydda stundina. Velkomið er fyrir áhugasama utan úr bæ að koma og hlýða á.
Mynd: Hlíð á Akureyri