Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

11.06.2024 06:34

Bloggað á ný um hugðarefnin

Hef ákveðið að virkja heimasíðuna mína á ný til að segja tíðindi af ýmsum verkefnum sem ég er að sýsla við í tónlist, ljóðlist, ritlist, þjálfun, framkvæmdum og fleiru sem herjar á mann. Mun ég gera það í gegnum þetta blogg, sem ég sé að ég hef ekki notað síðan 2008; í 16 ár, já hratt flýgur stund. 

Undanfarin ár hef ég aðeins notað síðuna til að halda utan um og skrá ýmislegt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í þessum efnum eins og sjá má í ýmsum hlekkjum hér til hægri. Áhugaverðastur er líklega hlekkurinn Afrakstur, embætti .... þar sem teknar eru saman ýmsar tölulegar upplýsingar um ferla á ýmsum sviðum.

Hér að neðan er fyrsta færslan af fjörinu framundan; ljóðalestur, söngur og kynning á starfsemi Ljóðaseturs íslands á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri fimmtudaginn 13. júní.

Á næstunni er svo dansleikur á Melum í Hörgárdal, hlaup fyrir börnin á 17. júní, ýmsir viðburðir á Ljóðasetrinu, áframhaldandi skipulagning Síldarævintýris, útgáfa á afmælisriti Umf Glóa í tilefni af 30 ára afmæli félagsins, Ævintýravikur fyrir börn á Siglufirði, ljóðalestursrúntur á Vestfirðina o.fl. skemmtilegt. 

Mynd: Trölli.is

 
Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 71178
Samtals gestir: 19129
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 03:13:55