12.07.2024 20:36
Smíðað, málað og ljóðað
Góðir dagar á Siglufirði að undanförnu, veðurblíða, sól og sæla en kannski heldur mikill vindur. Tíminn hefur verið notaður til að smíða skýli yfir grillið; það er komið langleiðina, mála húsið; langt kominn með að pensla og vonandi rúllað á morgun og svo er verið að sinna ljóðlistinni og tónlistinni. Viðburðir á Ljóðasetrinu á hverjum degi kl. 16.00 og oftar en ekki fer gítarinn á loft á þessum viðburðum til að skreyta það sem fram fer, frumflutti t.d. nýtt lag í gær. Svo er skipulagning fyrir Síldarævintýrið um verslunarmannahelgina einnig í fullum gangi og munum við birta dagskrána í næstu viku. Sem sagt nóg um að vera, a.m.k. eins mikið og maður vil.
Skrifað af Þórarinn Hannesson
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 121
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 83741
Samtals gestir: 22073
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:18:15