Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

31.07.2024 10:16

Sungið á frábærum Trilludegi á Sigló

Síðasta laugardag var Trilludagurinn haldinn í sjöunda sinn á Siglufirði og hefur sjaldan tekist eins vel. Einmuna veðurblíða lék við gesti sem sigldu út á fjörðinn á fjölda smábáta með vöskum sæköppum. Alls fóru rúmlega 600 manns á sjó. Þegar í land var komið tóku Kiwanismenn við aflanum flökuðu og grilluðu og smakkaðist sérlega vel. Að sjálfsögðu þarf að hafa réttu tónlistina í eyrunum og því vorum við Stulli kallaðir til og tókum við tvær 90 mínútna skorpur þar sem við fluttum um 60 lög af prógraminu okkar sem telur orðið vel á þriðja hundrað lög. Gömlu góðu sjóaralögin og aðrir slagarar í aðalhlutverki og það var sungið með og sumir brustu í dans. Mikið fjör og mikil gleði.

Næst á dagskrá hjá okkur Stulla er Síldarævintýrið, sem hefst á morgun, þar munum við koma fram a.m.k. þrisvar sinnum saman og auk þess verð ég með þrjá viðburði á Ljóðasetrinu. Sem sagt rólegt og gott framundan.

 
 

 

 

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96321
Samtals gestir: 24414
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:55:54