Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

14.08.2025 18:31

Endurmenntun, söngur og nýr Íslendingur

Vikan 25. - 31. maí var alveg ljómandi. Hún hófst með rólegum sunnudegi sem fólst aðallega í afslöppun og snatti í kringum Ljóðasetrið. Á mánudeginum héldum við starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga í endurmenntunarferð og leituðum ekki langt yfir skammt að þessu sinni. Á mánudeginum heimsóttum við Framhaldsskólann á Húsavík, fengum kynningu á starfsemi skólans og funduðum með kollegum. Síðan var gist á Narfastöðum í góðu yfirlæti og á þriðjudeginum var Framhaldsskólinn á Laugum heimsóttur þar sem okkur var vel tekið og fundað með starfsfólki. Sáum eitt og annað nýtt og gagnlegt sem nýtist okkur næsta vetur.

Á föstudeginum var óskað eftir okkur Stulla að spila og syngja við opnun sýningarinnar Fegurð fjarða í nýrri menningarmiðstöð í Ólafsfirði sem heitir Brimsalir þar sem samstarfskona mín Ida og hennar fjölskylda heldur úti öflugri starfsemi. Á laugardeginum vorum við Stína mín boðin í sérlega ánægjulega veislu þar sem vinur okkar Jaouad, kokkur á hinum vinsæla veitingastað á Hótel Siglunesi, fagnaði því að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt eftir 9 ára veru á Siglufirði. 

Hreyfði mig eitthvað svolítið þessa vikuna líkt og aðrar, fór m.a. og kastaði spjóti og kringlu, og svo voru skrifaðar nokkrar fréttir að venju og unnið að ýmissi annarri skrásetningu.

 

  

Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 160016
Samtals gestir: 32067
Tölur uppfærðar: 15.8.2025 15:43:10