16.08.2025 20:00
Ljóðasetrið og æskuslóðirnar
Fyrsta vikan í júní var nokkurn veginn tvískipt. Fyrri part vikunnar var verið að lenda eftir skólaveturinn og huga og orku beint m.a. að Ljóðasetri Íslands sem ég setti á fót árið 2011 og hef rekið siðan. Var að sinna ýmsum málum þar sem og á heimili og í garði.
Á fimmtudegi brunuðum við Stína mín vestur á Bíldudal, æskuslóðir mínar. Gistum hjá pabba í æskuheimilinu, Birkihlíð, og hittum einnig fyrir Kristínu systir, Nonna hennar mann og fleiri afleggjara þeirra. Áttum mjög góðar stundir saman. Við Nonni hresstum upp á pallinn hjá pabba, það var ekki vanþörf á, og svo tókum við öll þátt í að taka garðinn hjá kallinum í gegn. Svo var að sjálfsögðu farið í kirkjugarðinn til að kasta kveðju á elsku mömmu.
![]() |