Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

24.08.2025 17:18

Veisla, 17. júní, bílskúrinn og setrið

Vikan 15. - 21. júní var alveg hreitn ljómandi góð og verkefnin fjölbreytt, svona eins og ég vil hafa þau. Hófum vikuna með veisluhöldum þar sem við fögnuðum útskrift hennar Elínu Helgu okkar úr grunnnámi kennarafræða frá Háskólanum á Akureyri. Var vegleg veisla af því tilefni hjá okkur á Hafnargötunni á Sigló. 

Á mánudeginum hófst ferli við að koma bílskúrnum í betra stand og útbúa þar líkamsræktaraðstöðu fyrir okkur hjónin. Hreinsuðum vel til og í vikunni fóru tveir farmar á haugana og tveir á Ljóðasetrið þar sem góssið beið útimarkaðar sem fyrirhugað var að halda síðar um sumarið. Einnig var tekinn góður skurkur í að skafa Ljóðasetrið að utan.

17. júní var haldinn hátíðlegur að venju og líkt og í um 20 skipti áður sá ég um hlaup fyrir Umf Glóa á þessum degi. Ég átti þátt í að stofna félagið árið 1994 og hef verið formaður þess í síðustu 30 ár. Mæting í hlaupið var ljómandi góð og alltaf gaman að sjá brosandi og ánægð börn að hreyfa sig. Var beðinn um að munda gítarinn í hátíðahöldum dagsins og lék og söng eigin lög og annarra í tæpan klukkutíma á ráðhústorginu þar sem hátíðahöldin fóru fram.

Vikuna enduðum við inn á Akureyri þar sem við Stína mín áttum góða stund með börnunum okkar í tilefni af brúðkaupsdegi okkar þessa helgi. 

 

   

Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 183
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 165719
Samtals gestir: 32479
Tölur uppfærðar: 26.8.2025 01:05:00