Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

02.09.2025 21:46

Bílskúrinn og Ljóðasetrið

Vikan 6. - 12. júlí var óvenju einföld og tiltölulega róleg. Fyrri hlutinn fór í að klára að taka bílskúrinn í gegn. Klára að skrapa, mála og sparsla veggi og gólf og koma svo fyrir líkamsræktartækjum svo við Stína getum ræktað kroppana næstu misserin. Leit bara ljómandi vel út þegar verki var lokið á miðvikudegi.

Fimmtudagurinn var fyrsti formlegi opnunardagurinn á Ljóðasetrinu, sem ég stofnaði og rek hér á Siglufirði, þetta sumarið. Ágætis rennerí þar og á laugardeginum vorum við með útimarkað í blíðunni við setrið og fjöldi fólk leit við og keypti varning af ýmsu tagi til styrktar rekstri Ljóðasetursins. 

Svo var að sjálfsögðu unnið við fréttaskrif á ýmsar síður, skráningu af ýmsu tagi og hugað að undirbúningi fyrir Síldarævintýrið 2025. 

 
Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1103
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 193889
Samtals gestir: 34184
Tölur uppfærðar: 3.11.2025 18:47:23