Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

22.09.2025 14:18

Ameríka og þriðji sextugs fagnaðurinn

Vikan 27. júlí - 2. ágúst var sannarlega viðburðarík og eftirminnileg. Rennt var til Reykjavíkur á sunnudegi og dvalið þar fram á þriðjudag. Hittum þar pabba sem var kominn að vestan til að skipta um bil, Kristínu systur og Nonna og svo Pálu dóttur mína, Þóru og Fíu nýstúdent og fórum út að borða með þeim í tilefni áfangans. 

Svo var komið að stóru stundinni að heimsækja Ameríku í fyrsta sinn. Flugum út með Hrefnu og hennar fjölskyldu, sem er nú búsett í Minneapolis, og ferðalagið gekk að óskum. Næstu dagar voru afskaplega ljúfir fjölskyldudagar þar sem við skoðuðum nágrennið, fengum okkur gott að borða, lékum okkur í saman í ýmiskonar leikjum og íþróttum og skemmtum okkur vel. Föstudagurinn var sérlega eftirminnilegur en þá höfðu Hrefna og co skipulagt afmælisfögnuð fyrir mig vegna 60 áranna í desember. Byrjuðum á hádegishlaðborði á glæsilegum golfvelli og svo var farið í siglingu um fallegt vatn í nágrennninu þar sem við syntum, sulluðum, vorum dregin um á blöðru og fengum okkur gott að borða. Þriðja sinn sem haldið er upp á 60 árin! 

 
Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 317
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 186670
Samtals gestir: 33963
Tölur uppfærðar: 18.10.2025 15:01:22