08.04.2007 14:01
Eitt og annað skemmtilegt
Það hefur verið í ýmsu að snúast síðustu tvo sólarhringana. Sígur á seinni hlutann á páskafríinu svo það er um að gera að njóta þess. Gunnar var veginn í fyrrinótt, þ.e.a.s. að ég er kominn þar í Njálu að hinn mikli kappi Gunnar á Hlíðarenda var veginn en það var nú aldeilis ekki baráttulaust því þeir lágu einir 16 í valnum þegar Gunnar loks féll. En, hvað um það.
Á föstudaginn var haldin hér afmælisveisla þar sem hún Amalía átti þriggja ára afmæli, ótrúlegt hvað tíminn flýgur, þar var nokkrum hnallþórunum hesthúsað. Ég fór í kirkjuna og las tvo Passíusálma en hélt síðan veisluhöldum áfram með gestum okkar þar til við fórum í pizzuveislu til Jónu og Danna eins og svo oft á föstudagskvöldum.
Laugardagurinn var rólegur framan af, Stína fór með eldri börnin á skíði og ég og Amalía skelltum okkur í göngutúr og sund á meðan. Seinni partinn fór ég í Bátahúsið til að vera viðstaddur undirritun samnings á milli Síldarminjasafnsins og Fjallabyggðar en hann hljóðar upp á 6 milljón króna styrk á ári frá sveitarfélaginu til reksturs safnsins. Á móti fær sveitarfélagið afnot af Bátahúsinu fyrir ýmsar móttökur og svo fá allir íbúar þess frítt inn á safnið meðan samningurinn gildir. Svo nú er um að gera að vera dugleg að mæta með gesti sína á safnið næsta sumar. Eftir læri og ís hjá tengdó um kvöldið var farið niður á Alla þar sem sungið var fram eftir kvöldi í S'yningunni Allt frá Óperu til Idol og heppnaðist það frábærlega vel. Fullur salur af hressu fólki og allir í stuði, líka undirritaður.
Á föstudaginn var haldin hér afmælisveisla þar sem hún Amalía átti þriggja ára afmæli, ótrúlegt hvað tíminn flýgur, þar var nokkrum hnallþórunum hesthúsað. Ég fór í kirkjuna og las tvo Passíusálma en hélt síðan veisluhöldum áfram með gestum okkar þar til við fórum í pizzuveislu til Jónu og Danna eins og svo oft á föstudagskvöldum.
Laugardagurinn var rólegur framan af, Stína fór með eldri börnin á skíði og ég og Amalía skelltum okkur í göngutúr og sund á meðan. Seinni partinn fór ég í Bátahúsið til að vera viðstaddur undirritun samnings á milli Síldarminjasafnsins og Fjallabyggðar en hann hljóðar upp á 6 milljón króna styrk á ári frá sveitarfélaginu til reksturs safnsins. Á móti fær sveitarfélagið afnot af Bátahúsinu fyrir ýmsar móttökur og svo fá allir íbúar þess frítt inn á safnið meðan samningurinn gildir. Svo nú er um að gera að vera dugleg að mæta með gesti sína á safnið næsta sumar. Eftir læri og ís hjá tengdó um kvöldið var farið niður á Alla þar sem sungið var fram eftir kvöldi í S'yningunni Allt frá Óperu til Idol og heppnaðist það frábærlega vel. Fullur salur af hressu fólki og allir í stuði, líka undirritaður.
06.04.2007 17:08
Ný rúða, fundur og fjör
Enn nýtur maður þess að vera í fríi en dagarnir fljúga áfram. Vakið fram á nótt við skriftir, sjónvarpsgláp og lestur. Er að lesa sjálfa Njálu í annað sinn, stórkostleg bók ef maður lætur ekki ættartölu upptalningu trufla lesturinn of mikið. Þvílíkir kappar og ekkert verið að tvínóna við hlutina. Sofið fram eftir og leikið við börnin. Setti nýja rúðu í útidyrahurðina með tengdapabba þúsundþjalasmið áður en farið var á enn einn fundinn. Að þessu sinni var það mjög áhugaverður kynningarfundur Siglfirðingafélagsins á starfsemi þess og framtíðarplönum. Umræðan fór fljótt yfir í ferðamál og kynningu á Siglufirði sem útivistarparadís sem staðurinn svo sannarlega er. Þarna var tekið undir margt af því sem við í Menningarnefnd Fjallabyggðar höfum verið að ýta á eftir t.d. að ráða menningar/markaðsfulltrúa fyrir sveitarfélagið og gera stórátak í þeim málum svo við verðum klár í slaginn þegar sá stóri dagur rennur upp að Héðinsfjarðargöngin verða opnuð.
Siglufjörður hefur upp á svo ótlamargt að bjóða í þessum efnum en okkur vantar að koma því betur á framfæri; glæsileg söfn, ótrúlega náttúru með fjölmörgum gönguleiðum, stórkostlegt skíðasvæði, iðandi menningarlíf og svo mætti lengi telja.
Um kvöldið söng ég síðan nokkur lög í sýningunni Frá Óperu til Idol á skemmtistaðnum Allanum og varð úr þess hin besta skemmtun. Fínn salur og söngvararnir og hljómsveitin í fínu formi.
Siglufjörður hefur upp á svo ótlamargt að bjóða í þessum efnum en okkur vantar að koma því betur á framfæri; glæsileg söfn, ótrúlega náttúru með fjölmörgum gönguleiðum, stórkostlegt skíðasvæði, iðandi menningarlíf og svo mætti lengi telja.
Um kvöldið söng ég síðan nokkur lög í sýningunni Frá Óperu til Idol á skemmtistaðnum Allanum og varð úr þess hin besta skemmtun. Fínn salur og söngvararnir og hljómsveitin í fínu formi.
05.04.2007 02:34
Unnið við síðuna og fundað meira
Já, maður hefur verið að dunda við að setja inn eitthvað af myndum á síðuna og fleiri upplýsingar. Setti m.a. inn nýtt á Topp 20 listana, uppáhalds kvikmyndirnar, en ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og ýmislegt sem þeim við kemur. Rakst á stórskemmtilega síðu fyrir kvikmyndaáhugamenn á netinu og bætti henni inn á tenglasíðuna hér til hliðar, um að gera að skoða. Var næstum búinn að gleyma að setja myndina Rain Man á listann en hún datt inn á síðustu metrunum. Svo þegar ég af rælni kveikti á kassanum um miðnætti var hún á dagskránni, skemmtileg tilviljun. Dustin Hoffmann fer náttúrlega á kostum í þessari mynd sem hinn einhverfi Raymond Babbitt, stórkostlegur leikur hjá kappanum.
Skellti mér í blak með hinum eldhressu og síungu félögum mínum í blakklúbbnum Hyrnunni, alltaf fjör þar.
Eftir kvöldmat sat ég svo enn einn fundinn, í þetta sinn hittumst við stjórnarfólk hjá Glóa og Leikfélaginu á fyrsta undirbúningsfundi vegna hátíðarhaldanna fyrir 17. júní. Allir klárir í slaginn og ákveðnir í að gera vel. Vonum að veðurguðirnir verði með okkur.
Að öðru leyti gat maður notið dagsins með fjölskyldunni þar sem maður er í páskafríi og það er ósköp notalegt.
Skellti mér í blak með hinum eldhressu og síungu félögum mínum í blakklúbbnum Hyrnunni, alltaf fjör þar.
Eftir kvöldmat sat ég svo enn einn fundinn, í þetta sinn hittumst við stjórnarfólk hjá Glóa og Leikfélaginu á fyrsta undirbúningsfundi vegna hátíðarhaldanna fyrir 17. júní. Allir klárir í slaginn og ákveðnir í að gera vel. Vonum að veðurguðirnir verði með okkur.
Að öðru leyti gat maður notið dagsins með fjölskyldunni þar sem maður er í páskafríi og það er ósköp notalegt.
04.04.2007 11:35
Fyrstu færslur
03.04.2007 Dyttað að og pólitík
Við frúin vorum að skoða hvaða framkvæmdir þyrfti að fara í á heimilinu. Skelltum okkur til Bjarna málara sem á flísar í tonnatali á ótrúlegu verði - aðeins 1.200 kall fermeterinn - baðherbergin bæði eru í sigtinu, spurning hvenær hægt er að vaða í þau. Börnin una sér vel í frjálsræðinu og vorblíðunni eins og sjá mátti á síðunni hjá Steingrími sem myndaði þau við leik sunnan við Síldarminjasafnið.
Fundur hjá Sjálfstæðismönnum seinni partinn, kosningabaráttan að fara af stað.
02.04. 2007 Fundur í Ólafsfirði
Dagurinn fór m.a. í það að undirbúa fund Menningarnefndar Fjallabyggðar sem hittist í Ólafsfirði kl. 17.00. Skoðuðum við hið glæsilega, en vel geymda -uppá 3. hæð í Sparisjóðnum, Náttúrugripasafn í Ólafsfirði og ræddum um hvernig væri hægt að auka veg þess og virðingu og ekki síður að fjölga heimsóknum. Síðan voru fleiri mál rædd. Láheiðin var skelfileg á köflum, ég veit ekki hvaða efni þeir hafa notað í nýja veginn niður Ólafsfjarðar megin en það fer alla vega ekki vel saman með vatni því þarna tók hvert drullusvaðið við af öðru, á nýjum veginum!!
Um kvöldið var æfing fyrir Óperu til Idol dæmið. Þetta er allt að smella saman og kominn fiðringur í mannskapinn.
01.04.2007 Allir í sund
Þetta var sannkallaður fjölskyldudagur. Fjölskyldan skellti sér saman í sund og allir höfðu gaman af. Gaman að sjá hvað nýja sunnudagsopnunin er að virka vel í sundlauginni, um 100 gestir í dag sem er bara frábært. Gestir úr ýmsum áttum; fjölskyldufólk, Tékkarnir sem vinna við göngin og gestir bæjarins sem eru komnir til að njóta þess sem hér verður boðið uppá um páskana og stunda skíði.
Undir miðnætti kom svo mín elskulega dóttir Hrefna með tengdaforeldrum mínum að sunnan og ætlar að dvelja hjá okkur í páskafríinu. Góður dagur !
29.03.2007 Páskafrí á næstu grösum
Þá fer páskafríðið að skella á hjá okkur kennurum og nemendum í Grunnskóla Siglufjarðar og verða margir hvíldinni fegnir. Vona að allir njóti dagana framundan sem best og komi endurnýjaðir til leiks eftir páska.
27.03.2007 Síðan í loftið
Jæja þá eru fyrstu drög að síðunni orðin klár eftir töluverða vinnu síðustu daga að koma henni heim og saman. Enn vantar þó inn mikið að efni sem á eftir að leggja lokahönd á áður en það verður birtingarhæft. Spennandi verður að sjá og heyra viðbrögð við þessari vitleysu. En maður er nú barasta fæddur með þessum ósköpum að ef manni dettur í hug að gera eitthvað þá vill maður fara alla leið og gera það almennilega !!
Við frúin vorum að skoða hvaða framkvæmdir þyrfti að fara í á heimilinu. Skelltum okkur til Bjarna málara sem á flísar í tonnatali á ótrúlegu verði - aðeins 1.200 kall fermeterinn - baðherbergin bæði eru í sigtinu, spurning hvenær hægt er að vaða í þau. Börnin una sér vel í frjálsræðinu og vorblíðunni eins og sjá mátti á síðunni hjá Steingrími sem myndaði þau við leik sunnan við Síldarminjasafnið.
Fundur hjá Sjálfstæðismönnum seinni partinn, kosningabaráttan að fara af stað.
02.04. 2007 Fundur í Ólafsfirði
Dagurinn fór m.a. í það að undirbúa fund Menningarnefndar Fjallabyggðar sem hittist í Ólafsfirði kl. 17.00. Skoðuðum við hið glæsilega, en vel geymda -uppá 3. hæð í Sparisjóðnum, Náttúrugripasafn í Ólafsfirði og ræddum um hvernig væri hægt að auka veg þess og virðingu og ekki síður að fjölga heimsóknum. Síðan voru fleiri mál rædd. Láheiðin var skelfileg á köflum, ég veit ekki hvaða efni þeir hafa notað í nýja veginn niður Ólafsfjarðar megin en það fer alla vega ekki vel saman með vatni því þarna tók hvert drullusvaðið við af öðru, á nýjum veginum!!
Um kvöldið var æfing fyrir Óperu til Idol dæmið. Þetta er allt að smella saman og kominn fiðringur í mannskapinn.
01.04.2007 Allir í sund
Þetta var sannkallaður fjölskyldudagur. Fjölskyldan skellti sér saman í sund og allir höfðu gaman af. Gaman að sjá hvað nýja sunnudagsopnunin er að virka vel í sundlauginni, um 100 gestir í dag sem er bara frábært. Gestir úr ýmsum áttum; fjölskyldufólk, Tékkarnir sem vinna við göngin og gestir bæjarins sem eru komnir til að njóta þess sem hér verður boðið uppá um páskana og stunda skíði.
Undir miðnætti kom svo mín elskulega dóttir Hrefna með tengdaforeldrum mínum að sunnan og ætlar að dvelja hjá okkur í páskafríinu. Góður dagur !
29.03.2007 Páskafrí á næstu grösum
Þá fer páskafríðið að skella á hjá okkur kennurum og nemendum í Grunnskóla Siglufjarðar og verða margir hvíldinni fegnir. Vona að allir njóti dagana framundan sem best og komi endurnýjaðir til leiks eftir páska.
27.03.2007 Síðan í loftið
Jæja þá eru fyrstu drög að síðunni orðin klár eftir töluverða vinnu síðustu daga að koma henni heim og saman. Enn vantar þó inn mikið að efni sem á eftir að leggja lokahönd á áður en það verður birtingarhæft. Spennandi verður að sjá og heyra viðbrögð við þessari vitleysu. En maður er nú barasta fæddur með þessum ósköpum að ef manni dettur í hug að gera eitthvað þá vill maður fara alla leið og gera það almennilega !!
Flettingar í dag: 422
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 117
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 110379
Samtals gestir: 26973
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 19:34:22