Færslur: 2007 Maí
28.05.2007 22:07
Allt á útopnu
Það er búið að vera brjálað að gera á hinum ýmsu vígstöðvum. Eins og sjá má í fréttadálkinum er ýmislegt búið að gerast í upptökumálum nýja disksins, allur söngur kominn inn og ýmis hljóðfæri. Þetta er allt að taka á sig endanlega mynd og hljómar orðið dável, þó ég segi sjálfur frá. Maggi á heiður skilinn fyrir góða vinnu og skemmtilegar útsetningar. Stefnt er að því að diskurinn veði klár í símasöluna uppúr miðjum júní.
Í félagsmálunum hefur eins verið nóg að gera. Fundað með ÍBS stjórninni, fundað vegna 17. júní, fundur um Náttúrurgripasafn í Ólafsfirði og útvarpsviðtal í framhaldinu, fundað vegna bæjarmálanna o.fl.
Í skólanum er endaspretturinn hafinn. Síðasta vikan með nemendum framundan og verða margir hvíldinni fegnir. Við ætlum að reyna að vera eins mikið útivið í námi, leikjum og þrautum þessa síðustu daga og hafa gaman saman. Svo er ein vika í frágang, útskrift nemenda og fleira skemmtilegt. Að henni lokinni ætlum við fjölskyldan að skella okkur í sumarbústað í Kjarnaskógi með vinafólki og njóta þess að vera til.
Eina sem vantar inn í prógrammið er meiri hreyfing, maður verður að fara að gera eitthvað í því. Tók að vísu góða skorpu í garðinum í dag og komst í fyrsta steinaleiðangur sumarsins því loksins er eitthvað farið að hlýna. En fyrir þá sem ekki vita er ég forfallinn steinasafnari, jájá enn ein bakterían, og fer alltaf nokkra leiðangra upp í fjöllin hér í kring að leita að fallegum steinum. Fór með Patrek og Elínu Helgu með mér í dag og við komum heim með þó nokkur kíló í farteskinu sem bætast í safnið góða. Manni veitti svo sem ekki af hreyfingunni þrjár fermingarveislur síðustu tvo daga, heldur mikið af því góða.
Annars eru bara allir hressir á heimilinu og sumarskapið að færast yfir mannskapinn.
Í félagsmálunum hefur eins verið nóg að gera. Fundað með ÍBS stjórninni, fundað vegna 17. júní, fundur um Náttúrurgripasafn í Ólafsfirði og útvarpsviðtal í framhaldinu, fundað vegna bæjarmálanna o.fl.
Í skólanum er endaspretturinn hafinn. Síðasta vikan með nemendum framundan og verða margir hvíldinni fegnir. Við ætlum að reyna að vera eins mikið útivið í námi, leikjum og þrautum þessa síðustu daga og hafa gaman saman. Svo er ein vika í frágang, útskrift nemenda og fleira skemmtilegt. Að henni lokinni ætlum við fjölskyldan að skella okkur í sumarbústað í Kjarnaskógi með vinafólki og njóta þess að vera til.
Eina sem vantar inn í prógrammið er meiri hreyfing, maður verður að fara að gera eitthvað í því. Tók að vísu góða skorpu í garðinum í dag og komst í fyrsta steinaleiðangur sumarsins því loksins er eitthvað farið að hlýna. En fyrir þá sem ekki vita er ég forfallinn steinasafnari, jájá enn ein bakterían, og fer alltaf nokkra leiðangra upp í fjöllin hér í kring að leita að fallegum steinum. Fór með Patrek og Elínu Helgu með mér í dag og við komum heim með þó nokkur kíló í farteskinu sem bætast í safnið góða. Manni veitti svo sem ekki af hreyfingunni þrjár fermingarveislur síðustu tvo daga, heldur mikið af því góða.
Annars eru bara allir hressir á heimilinu og sumarskapið að færast yfir mannskapinn.
15.05.2007 12:12
Fyrsti upptökudagur, æsileg kosninganótt og fleira skemmtilegt
Jæja, þá er Eurovision æðið úti í bili. Þetta fór eins og mann grunaði, Eiki átti ekki séns í austublokkina þó hann hafi staðið sig vel. En það verður ekki tekið frá þeim þarna fyrir austan að þeir eiga úrvals listamenn þ.á.m. fína söngvara. En það þarf einhvernveginn að enduskoða þetta svo áhuginn verði áfram fyrir hendi hérna vestan megin.
Fyrsti upptökudagur/nótt á nýja diskinum var aðfararnótt laugardags. Við hittumst í Ólafsfirði hjá Magga og tókum upp allar trommur og bassa, kláruðum um kl. 3.30 um nóttina. Þetta gekk mjög vel, 13 lög á um 6 tímum, geri aðrir betur. Svo er Maggi núna á fullu að setja inn gítara og fleira og ég fer svo á fimmtudaginn og syngi yfir sem mest.
Íþróttaæfingar vetrarins eru nú hættar og það er gott að fá smá pásu frá þeim. Við vorum með lokahóf hjá frjálsíþróttahópnum á Bíóinu, spjölluðum saman, fengum okkur pizzu og svona.
Laugardagurinn var ansi þéttsetinn. Stórsýningardagur hjá okkur í skólanum þar sem nemendur sýndu afrakstur vetrarins í tali, tónum og munum. Heppnaðist alveg frábærlega á fjórða hundrað gestir og krarkkarnir eins og englar. Skólinn alveg glæsilegur, verk um allt og líf og fjör í öllum stofum. Að sýningu lokinni var farið og kosið, og kosið rétt nema hvað. Svo var kosningakaffi og Eurovision og svo þessi æsilega kosninganótt sem endaði svona líka vel. Ég vakti nú ekki nema til 3.30 þar sem ég sá fram á að línur mundu ekki skýrast endanlega fyrr en undir morgun . Lokaniðurstaðan var aldeilis glæsileg, stjórnin hélt velli og við bættum við okkur þremur þingmönnum, glæsilegt.
Fyrsti upptökudagur/nótt á nýja diskinum var aðfararnótt laugardags. Við hittumst í Ólafsfirði hjá Magga og tókum upp allar trommur og bassa, kláruðum um kl. 3.30 um nóttina. Þetta gekk mjög vel, 13 lög á um 6 tímum, geri aðrir betur. Svo er Maggi núna á fullu að setja inn gítara og fleira og ég fer svo á fimmtudaginn og syngi yfir sem mest.
Íþróttaæfingar vetrarins eru nú hættar og það er gott að fá smá pásu frá þeim. Við vorum með lokahóf hjá frjálsíþróttahópnum á Bíóinu, spjölluðum saman, fengum okkur pizzu og svona.
Laugardagurinn var ansi þéttsetinn. Stórsýningardagur hjá okkur í skólanum þar sem nemendur sýndu afrakstur vetrarins í tali, tónum og munum. Heppnaðist alveg frábærlega á fjórða hundrað gestir og krarkkarnir eins og englar. Skólinn alveg glæsilegur, verk um allt og líf og fjör í öllum stofum. Að sýningu lokinni var farið og kosið, og kosið rétt nema hvað. Svo var kosningakaffi og Eurovision og svo þessi æsilega kosninganótt sem endaði svona líka vel. Ég vakti nú ekki nema til 3.30 þar sem ég sá fram á að línur mundu ekki skýrast endanlega fyrr en undir morgun . Lokaniðurstaðan var aldeilis glæsileg, stjórnin hélt velli og við bættum við okkur þremur þingmönnum, glæsilegt.
10.05.2007 10:27
Fleiri fundir, útsetningar, sund og garðvinna
Sunnudagurinn var í faðmi sjölskyldunnar, í hádeginu kom öll stórfjölskyldan í svínasteik á Hafnargötuna og síðan fórum við fjölskyldan öll saman í sund. Seinni partinn var unnið svolítið í garðinum í kuldanum og síðan fór ég í undirbúning fyrir næsta fund.
Á mánudaginn, eftir kennslu, var fundur hjá mér í Menningarnefndinni, við funduðum í gegnum fjarfundarbúnaðinn góða, hann hefur heldur betur sparað sporin fyrir okkur. Ýmis mál voru rædd sem koma til framkvæmda í menningarmálunum nú á næstunni. Að loknum fundi var svo stokkið aftur út í garð að laga og leggja á ráðin um framkvæmdir sumarsins.
Maggi er búinn að senda mér sínar fyrstu hugmyndir að útsetningum laganna á nýja diskinn og hef ég hlustað þegar tími vinnst til. Margt gott hjá Magga en annað sem ég er ekki eins sáttur við, eins og gengur, maður tengist þessum afurðum sínum hálfgerðum tilfinningaböndum og því er stundum erfitt að sjá gerðar breytingar á þeim a.m.k. verður maður oft að gefa sér tíma til að melta þær. Fyrsti upptökudagur er svo á morgun því annað kvöld er meiningin að telja í og byrja að taka upp trommur og bassa, þá rennir maður aftur og enn yfir Láheiðina.
Í gærkvöldi var ég nefnilega á Ólafsfirði á fundi með Sjálfstæðismönnum þar sem farið var yfir stöðuna í ýmsum bæjarmálum og lagt á ráðin um næstu skref. Mjög góður og gagnlegur fundur.
Framundan er hver atburðurinn á fætur öðrum; í dag er lokahóf hjá frjálsíþróttafólkinu mínu á Bíóinu, svo er auðvitað Eurovision í kvöld, upptaka annaðkvöld hjá Magga, Stórsýningardagur hjá okkur í skólanum á laugardag, kosningar og meira Eurovision og síðan líklega aftur í upptökur í Ólafsfjörð á sunnudag. Manni ætti ekki að leiðast !!
Á mánudaginn, eftir kennslu, var fundur hjá mér í Menningarnefndinni, við funduðum í gegnum fjarfundarbúnaðinn góða, hann hefur heldur betur sparað sporin fyrir okkur. Ýmis mál voru rædd sem koma til framkvæmda í menningarmálunum nú á næstunni. Að loknum fundi var svo stokkið aftur út í garð að laga og leggja á ráðin um framkvæmdir sumarsins.
Maggi er búinn að senda mér sínar fyrstu hugmyndir að útsetningum laganna á nýja diskinn og hef ég hlustað þegar tími vinnst til. Margt gott hjá Magga en annað sem ég er ekki eins sáttur við, eins og gengur, maður tengist þessum afurðum sínum hálfgerðum tilfinningaböndum og því er stundum erfitt að sjá gerðar breytingar á þeim a.m.k. verður maður oft að gefa sér tíma til að melta þær. Fyrsti upptökudagur er svo á morgun því annað kvöld er meiningin að telja í og byrja að taka upp trommur og bassa, þá rennir maður aftur og enn yfir Láheiðina.
Í gærkvöldi var ég nefnilega á Ólafsfirði á fundi með Sjálfstæðismönnum þar sem farið var yfir stöðuna í ýmsum bæjarmálum og lagt á ráðin um næstu skref. Mjög góður og gagnlegur fundur.
Framundan er hver atburðurinn á fætur öðrum; í dag er lokahóf hjá frjálsíþróttafólkinu mínu á Bíóinu, svo er auðvitað Eurovision í kvöld, upptaka annaðkvöld hjá Magga, Stórsýningardagur hjá okkur í skólanum á laugardag, kosningar og meira Eurovision og síðan líklega aftur í upptökur í Ólafsfjörð á sunnudag. Manni ætti ekki að leiðast !!
05.05.2007 22:35
Blakmót, demo, heiður o.fl. o.fl.
Jæja, langt síðan síðast. Það hefur verið svo mikið um að vera þessa viku að maður hefur varla haft tíma til að setjast niður og setja einhverjar línur á blað. Lítum á það helsta:
Skellti mér á Íslandsmót öldunga í blaki með félögum mínum úr stórliði Hyrnunnar. Við fórum með tvö lið annað keppti í svokölluðum öðlingaflokki þar sem sæti eiga keppendur yfir 50 ára aldri og hitt í 3. deild (af 4) og náðu bæði lið þeim stórgóða árangri að enda í 3. sæti. Einnig fóru tvö kvennalið frá Sigló en þeim gekk ekki eins vel. Mótið fór fram í Garðabæ að þessu sinni og fórum við svilarnir, ég og Daníel, saman á bíl suður. Ég gisti hjá Birnu systur í Gautlandinu sem verður myndarlegri með hverri vikunni sem líður enda komin tæpa 8 mánuði á leið með sitt fyrsta barn.
Hitti fullt af gömlum félögum héðan og þaðan á mótinu, skólafélaga og kennara úr Reykholti og frá Laugarvatni, Bílddælinga, Tálknfirðinga, félaga úr kennarastéttinni o.fl.
Í borginni var tíminn nýttur vel. Átti góðar stundir með dætrum mínum og prinsessunum Ronju og Hafrúnu, algjörar rúsínur, og tilfinningin að vera afi verður bara betri og betri. Það er munur að vera svona ríkur.
Heimsótti félaga minn Bjarna Þór og tók upp demo af nokkrum lögum fyrir væntanlegan disk Græna bílsins. Hann ætlar svo að koma þeim á disk og láta aðra meðlimi hljómsveitarinnar fá til hlustunar. Það verður gaman að heyra viðbrögðin hjá þeim og spennandi að sjá hvaða lög verða fyrir valinu á diskinn.
Komum heim undir miðnætti á mánudagskvöldið, nokkuð lúnir eftir þriggja daga at. Það var rólegt yfir hátíðahöldum á 1.maí svo veðurblíðan var nýtt í vorverkin í garðinum. Undum okkur þar hjónin í eina 5-6 tíma með einni góðri íspásu á bensínstöðinni.
Síðan tók vinnan við á miðvikudag og þar er alltaf í nógu að snúast. Á fimmtudeginum varð frumburðurinn 24 ára, ótrúlegt en satt. Ég renndi yfir Láheiðina að lokinni kennslu og tók upp demo hjá Magga af þremur síðustu lögunum um dyggðirnar og fundaði með Magga og Ástu í símasölufyrirtækinu um framkvæmdina á útgáfunni og sölunni.
Föstudagurinn var svo þéttsetinn af viðburðum. Að lokinni kennslu var farið í íþróttahúsið þar sem við vorum með frjálsíþróttamót á síðustu æfingu vetrarins. Þar bættu nokkrir árangra sína. Eftir mótið var haldið á Pizza 67 þar sem mér var veittur sá heiður að vera valinn Maður mánaðarins af Kaupmannasamtökum Siglufjarðar vegna starfa minna í íþróttalífinu, þá sérstaklega vegna starfseminnar hjá Glóa, í tónlistarlífinu, fyrir ritstörf o.fl. Var ég mjög ánægður og stoltur af þessari viðurkenningu og þá ekki síst fyrir mitt félag Umf. Glóa sem hefur haldið uppi öflugu íþrótta- og menningarstarfi allt frá stofnun þess árið 1994. Lít ég á þetta sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Eftir afhendinguna lá leiðin upp í skíðaskála þar sem bæjarfulltrúar gerðu sér glaðan dag ásamt mökum sínum. Fyrst var farið með troðaranum í útsýnisferð allt upp að Bungu, en vegna þoku var ekki hægt að fara lengra, síðan skíðuðu nokkrir niður þaðan í frábæru færi, m.a. ég og skíðadrottningin konan mín. Þá var sest að snæðingi, farið í hópeflisleiki sem vöktu mikla lukku og svo sungið, en ég var vinsamlegast beðinn að hafa gítarinn með og var hann vel nýttur. Lukkaðist kvöldið afskaplega vel og hristi liðið vel saman.
Laugardagurinn var síðan í rólegri kantinum eftir þetta allt saman. Þó var síðasti tíminn í Íþróttaskólanum um morguninn, svo vann ég við síðuna, sinnti heimilisstörfunum og svona eitt og annað smálegt. Hefði þó viljað vera á leiðinni vestur því í dag varð Matti vinur minn 40 ára og það hefði sko svo sannarlega verið gaman að geta glaðst með honum, öðrum Græna bíls meðlimum og vinum í kvöld í félagsheimilinu á Patró. En það gekk því miður ekki upp í þetta sinn, en andinn er hjá mínum góða vini á þessari stundu. Góða skemmtun félagar.
Skellti mér á Íslandsmót öldunga í blaki með félögum mínum úr stórliði Hyrnunnar. Við fórum með tvö lið annað keppti í svokölluðum öðlingaflokki þar sem sæti eiga keppendur yfir 50 ára aldri og hitt í 3. deild (af 4) og náðu bæði lið þeim stórgóða árangri að enda í 3. sæti. Einnig fóru tvö kvennalið frá Sigló en þeim gekk ekki eins vel. Mótið fór fram í Garðabæ að þessu sinni og fórum við svilarnir, ég og Daníel, saman á bíl suður. Ég gisti hjá Birnu systur í Gautlandinu sem verður myndarlegri með hverri vikunni sem líður enda komin tæpa 8 mánuði á leið með sitt fyrsta barn.
Hitti fullt af gömlum félögum héðan og þaðan á mótinu, skólafélaga og kennara úr Reykholti og frá Laugarvatni, Bílddælinga, Tálknfirðinga, félaga úr kennarastéttinni o.fl.
Í borginni var tíminn nýttur vel. Átti góðar stundir með dætrum mínum og prinsessunum Ronju og Hafrúnu, algjörar rúsínur, og tilfinningin að vera afi verður bara betri og betri. Það er munur að vera svona ríkur.
Heimsótti félaga minn Bjarna Þór og tók upp demo af nokkrum lögum fyrir væntanlegan disk Græna bílsins. Hann ætlar svo að koma þeim á disk og láta aðra meðlimi hljómsveitarinnar fá til hlustunar. Það verður gaman að heyra viðbrögðin hjá þeim og spennandi að sjá hvaða lög verða fyrir valinu á diskinn.
Komum heim undir miðnætti á mánudagskvöldið, nokkuð lúnir eftir þriggja daga at. Það var rólegt yfir hátíðahöldum á 1.maí svo veðurblíðan var nýtt í vorverkin í garðinum. Undum okkur þar hjónin í eina 5-6 tíma með einni góðri íspásu á bensínstöðinni.
Síðan tók vinnan við á miðvikudag og þar er alltaf í nógu að snúast. Á fimmtudeginum varð frumburðurinn 24 ára, ótrúlegt en satt. Ég renndi yfir Láheiðina að lokinni kennslu og tók upp demo hjá Magga af þremur síðustu lögunum um dyggðirnar og fundaði með Magga og Ástu í símasölufyrirtækinu um framkvæmdina á útgáfunni og sölunni.
Föstudagurinn var svo þéttsetinn af viðburðum. Að lokinni kennslu var farið í íþróttahúsið þar sem við vorum með frjálsíþróttamót á síðustu æfingu vetrarins. Þar bættu nokkrir árangra sína. Eftir mótið var haldið á Pizza 67 þar sem mér var veittur sá heiður að vera valinn Maður mánaðarins af Kaupmannasamtökum Siglufjarðar vegna starfa minna í íþróttalífinu, þá sérstaklega vegna starfseminnar hjá Glóa, í tónlistarlífinu, fyrir ritstörf o.fl. Var ég mjög ánægður og stoltur af þessari viðurkenningu og þá ekki síst fyrir mitt félag Umf. Glóa sem hefur haldið uppi öflugu íþrótta- og menningarstarfi allt frá stofnun þess árið 1994. Lít ég á þetta sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Eftir afhendinguna lá leiðin upp í skíðaskála þar sem bæjarfulltrúar gerðu sér glaðan dag ásamt mökum sínum. Fyrst var farið með troðaranum í útsýnisferð allt upp að Bungu, en vegna þoku var ekki hægt að fara lengra, síðan skíðuðu nokkrir niður þaðan í frábæru færi, m.a. ég og skíðadrottningin konan mín. Þá var sest að snæðingi, farið í hópeflisleiki sem vöktu mikla lukku og svo sungið, en ég var vinsamlegast beðinn að hafa gítarinn með og var hann vel nýttur. Lukkaðist kvöldið afskaplega vel og hristi liðið vel saman.
Laugardagurinn var síðan í rólegri kantinum eftir þetta allt saman. Þó var síðasti tíminn í Íþróttaskólanum um morguninn, svo vann ég við síðuna, sinnti heimilisstörfunum og svona eitt og annað smálegt. Hefði þó viljað vera á leiðinni vestur því í dag varð Matti vinur minn 40 ára og það hefði sko svo sannarlega verið gaman að geta glaðst með honum, öðrum Græna bíls meðlimum og vinum í kvöld í félagsheimilinu á Patró. En það gekk því miður ekki upp í þetta sinn, en andinn er hjá mínum góða vini á þessari stundu. Góða skemmtun félagar.
- 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96181
Samtals gestir: 24342
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:34:48