Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Færslur: 2024 Október

18.10.2024 16:24

Annir í október

Októbermánuður fer líflega af stað, nóg að gera í hinu blómlega starfi í Menntaskólanum á Tröllaskaga sem og í tónlistar- og ljóðadeildinni og öðrum verkefnum sem tínast til.

Var með kynningu á starfsemi Ljóðasetursins fyrir íbúa og gesti á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík í upphafi mánaðar og auðvitað hljómuðu einhver ljóð og lög líka. Tók einnig á móti tveimur nemendahópum á setrinu og fræddi þá um íslenska ljóðlist og fleira skemmtilegt og brá gítarnum á loft.

Spilaði og söng á hestamannaballi í Svarfðardalnum fyrstu helgina í október með Stulla félaga mínum og var þar mikil gleði. Mundaði einnig gítarinn fyrir hestafólk á Siglufirði og í heimsókn vestur á Bíldudal var spilað fyrir fjöldasöng á árshátíð eldri borgara í Vesturbyggð ásamt félaga mínum Matta. Svo er fleira í pípunum.

Við Matti í góðum gír

 

  • 1
Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96321
Samtals gestir: 24414
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:55:54