Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Tónlistarannálar 1991-´95

Jæja, eitthvað er Eyjólfur að hressast á árinu 1991. Eftir nokkur mögur ár er ferillinn í uppsveiflu. Græni bíllinn lætur aftur til sín taka í ballbransanum og heimsækir einnig Núp á ný. Þórarinn heldur sína fyrstu tónleika einn með gítarinn þar sem frumsamin lög eru uppistaðan og kemur fram með nýrri hljómsveit á Áramótagleði. Samin voru hvorki fleiri né færri en 14 lög og textar þetta herrans ár.
Kom fram 12 sinnum og um 900 manns urðu vitni að því. Flutti 13 frumsamin lög alls 18 sinnum við 5 tilefni.

# Græni bíllinn lék á árshátíð Fiskvinnslunnar á Bíldudal. Mikið lagt á sig til að komast þangað frá Núpi, gengið yfir fjallgarða og siglt yfir Arnarfjörðinn í ólgusjó á gúmmítuðru. Launin ein viskíflaska.
# Græni bíllinn aftur á Núpi í þetta sinn á árshátíð skólans. Flott ball en að koma drengjunum heim aftur gekk enn verr en fyrr.
# Þórarinn hélt sína fyrstu tónleika fyrir nemendur sína á Núpi. Flutti 7 frumsamin lög í bland við erlent efni.
# Græni bíllinn lek á þremur dansleikjum yfir sumarið, á Bíldudal, á sögulegum dansleik á Suðureyri og síðan í Bolungarvík um verslunarmannahelgi.
# Þórarinn og Sigurður Blöndal, skólastjóri á Núpi, héldu kvöldvöku fyrir nemendur á Núpi þar sem þeir skemmtu með söng og spileríi. Fluttu m.a. 3 frumsamin lög eftir þann fyrrnefnda.
# Kom fram í skemmtidagskrá á 1. des. hátíð skólans á Núpi. Flutti 3 frumsamin lög. Söng síðan 3 lög með hljómsveitinni Dolby sem lék á ballinu.
# Enn eitt Vísnakvöldið og aftur kom Þórarinn fram tvisvar sinnum. Í fyrra sinnið einn með gítarinn og flutti þá þrjú frumsamin lög. Í seinna skiptið hafði hann Matthías bassaleikara Græna bílsins sér við hlið og fluttu þeir tvö lög til viðbótar eftir Þórarinn.
# Áramótagleði í Baldurshaga en ekki með Græna bílnum í þetta sinn heldur var hluta Græna bílsins og hluta Vesturfaranna steypt saman í eina sveit sem hlaut nafnið Darlingarnir. Ágætis gleði en vantaði þó Græna bíls neistann og gleðina. Nokkrir gestasöngvarar komu fram og leystu Þórarinn af.

Já, já, viðburðarríku ári lokið en þetta er bara byrjunin á því sem koma skal á næstu árum því nú fer að færast fjör í leikinn. Ný heimkynni bíða og nýir áfangastaðir með nýjum hlustendum. Hvernig skildu þeir taka á móti okkar manni?
Græni bíllinn sjálfur með hljómsveitinni  Græni bíllinn og græni bíllinn !

Já, hjólin farin að snúast á ný. Stærsta ár Þórarins í langan tíma, árið 1992, fjölmargar og fjölbreyttar uppákomur, jafnt með hljómsveitum sem einn á ferð. Græni bíllinn missti einn meðlim, skipti um nafn og fór að venja komur sínar á Hópið í Tálknafirði þar sem bílverjar gerðu allt vitlaust í gleði. Núpur var kvaddur með söknuði og Þórarinn kvaddi sér hljóðs á nýjum heimavelli. Kom fram á tveimur staðbundnum útvarpsstöðvum, karaokee æði greip um sig sem Þórarinn fór ekki varhluta af og söng m.a. í fyrsta sinn erlendis í svoleiðis græjur. Þórarinn setti saman hvorki meira né minna en 17 lög og texta þetta árið.
Kom fram 24 sinnum og um 2.500 manns heyrðu og sáu fyrir utan þá fjölmörgu sem heyrðu til Þórarins í gegnum útvarpið. Flutti 15 frumsamin lög alls 26 sinnum við 6 tilefni.

# Græni bíllinn breytti um nafn þegar Hjalti flutti á mölina og kallaði sig Mínus einn. Sveitin lék á tveimur þorrablótum. Í Baldurshaga og síðan á Núpi þar sem meðlimir þurftu að fá aðstoð frá varðskipi til að komast til síns heima á fjórða degi.
# Mínus einn lék fjórum sinnum á Hópinu á Tálknafirði og tryllti lýðinn.
# Þórarinn kom fram ásamt Bjarna Þór frænda sínum á bjórkvöldi á Bíldudal flutti frumsamin lög og síðan var leikið og sungið fyrir fjöldasöng.
# Söng nokkur lög með hljómsveitinni Bleikum fílum á skólaballi á Núpi.
# Hélt aðra tónleika fyrir nemendur á Núpi. Betur heppnaðir en þeir fyrri og fleiri frumsamin lög.
# Flutti frumsamin lög á árshátíð skólans á Núpi.
# Lék og söng í útvarpi Núpsskóla, sem náði um Dýrafjörðinn.
# Græni bíllinn tók aftur upp sitt fyrra nafn og lék á tveimur dansleikjum um sumarið. Í Dunhaga á Tálknafirði og á sjómannadagsballi á Bíldudal.
# Græni bíllinn lék auk þess á barnaballi í Baldurshaga, á tjalddansleik á Héraðsmóti HHF og á frábærum unglingadansleik í Dunhaga.
# Lék og söng í útvarpi á nýja heimavellinum, Patreksfirði.
# Tók þátt í tveggja kvölda karaokee keppni á Hópinu á Tálknafirði.
# Söng þrisvar sinnum í karaokee úti á Mallorca. Tók m.a. þátt í fjölmennri keppni þar sem Þórarinn hafnaði í 2. sæti.
# Körfuknattleiksmenn á Patró stofnuðu hljómsveitina Bjór-bandið sem lék af fingrum fram á bjórkvöldi félagsins. Þórarinn söng við annan mann.
# Græni bíllinn lék í fysta sinn á 1. des skemmtun Baldurs. Á skemmtuninni kom hljómsveitn Facon saman á ný eftir áratuga hlé.
# Þórarinn og Bjarni Þór léku fyrir gesti og gangandi í skötuveislu á Vegamótum undir nafninu Þorláksdúettinn.
# Þórarinn kom fram á Vísnakvöldi enn og aftur. Flutti þrjú frumsamin lög einn og óstuddur. Frumflutti m.a. lagið Til þín.
# Græni bíllinn kvaddi árið á sviðinu í Baldurshaga á Áramótagleði sem var aðeins farin að týna fjöðrunum. En félagarnir skemmtu sér engu að síður vel.

Þannig var þetta ár. Flott og fínt og fullt af skemmtilegum viðburðum á tónlistarsviðinu. Nýi heimavöllurinn bauð upp á ný tækifæri en bíðið bara því Þórarinn stoppar ekki lengi á þessum velli og þá færist enn meira fjör í leikinn.


Eitt af þessum merkilegu árum á tónlistarferlinum hjá Þórarni árið 1993. Söng með Græna bílnum víða um Vestfirði, þreytti frumraun í pöbbamennskunni einn með gítarinn, lék og söng í útvarpsþætti og síðast en ekki síst eignaðist Þórarinn nýjan heimavöll í tónlistinni þegar hann flutti til Siglufjarðar og fór að troða upp þar við hin ýmsu tækifæri. Aldrei hafa fleiri heyrt til hans og séð á sviði á einu ári. Setti saman 11 lög og texta.
Þórarinn kom fram 37 sinnum og um 3.300 manns urðu vitni að því. Flutt voru 10 frumsamin lög alls 16 sinnum við 5 tilefni.

# Þórarinn söng með Græna bílnum á 8 dansleikjum. Tveimur dansleikjum á Patreksfirði annar þeirra fjölmennur páskadansleikur, tveimur á Bíldudal, eftirminnilegum dansleik á Súðavík, á Þingeyri og í Birkimel á Ströndinni. Græni bíllinn endaði síðan árið með sinni síðustu Áramótagleði í Baldurshaga.

Félagsheimilið í Súðavík þar sem Græni bíllinn lék sumarið 1993

# Kom fram á Patreksdegi og flutti þar 4 frumsamin lög við afar góðar viðtökur.
# Söng með Bjór-bandinu á Matborg á Patreksfirði.
# Kom þrisvar sinnum fram með Græna bílnum á Hópinu á Tálknafirði þar sem fjörið hefur sjaldan verið meira en þau kvöld.
# Þórarinn þreytti frumraun sína í pöbbaspileríi 24. apríl á Matborg á Patreksfirði. Lék stanslaust frá 23.30 ? 2.30 og náði upp fínustu stemmningu. Lék um 40 lög og tvær syrpur.
# Kom síðan fram 10 sinnum enn þetta sumar einn með gítarinn á Matborg og Hópinu.
# Kom fram í útvarpsþætti sem tekinn var upp fyrir Rás 1 í Baldurshaga og flutti þar tvö frumsamin lög.
# Söng með Græna bílnum fyrir utan Baldurshaga á 17. júní.
# ÞH spilaði og söng á útimarkaði á Bíldudal.
# Fyrsta verkefni ÞH á nýja heimavellinum var að leika undir hjá siglfirskum kennurum á kennaraþingi á Húnavöllum. Undirleikarinn forfallaðist svo Þórarinn hljóp í skarðið degi fyrir þing. Lék þar undir í þremur lögum sem hann heyrði fyrst daginn áður en flestir Siglfirðingar gjörþekktu. Gekk vonum framar.
# ÞH hélt sína fyrstu tónleika á Siglufirði í félagsmiðstöðinni Æskó og var þar með blandað efni.
# Kom fram á 9. bekkjar skemmtun og Litlu-jólum í skólanum.
# Á Bíó-café voru gestirnir Þórarinn og Magga Björk (frænka hans tilvonandi) ráðnir sem söngvarar hjá Sturlaugi Kristjánssyni og sungu úr sófanum lungan úr kvöldinu.
# Var fengin til að syngja og spila á kolaporti hjá íþróttafélaginu Snerpu á Sigló.
# Í kringum jólin kom ÞH tvisvar sinnum fram á Bíó-café og gerði stormandi lukku.
# Árið endaði fyrir vestan þar sem Þórarinn kom fram á Vísnakvöldi, fyrst með þrjú frumsamin lög og Matthías sér við hlið og síðan með Græna bílnum.

Gaman verður að sjá hvernig málin þróast á nýja heimavellinum. Fær tónlistarmaðurinn nóg að gera þar ?


Líflegt og gott tónlistarár hjá Þórarni árið 1994. Mikið um pöbbaspilerí og gestasöng auk þess að koma fram við ýmis tækifæri. Aldrei meiri tekjur af tónlistarflutningi. En rólegt yfir sköpuninni, setti aðeins saman 3 lög og texta, þar af tvo á ensku.
Kom fram 32 sinnum og nærri 3000 manns heyrðu og sáu. Flutt voru 5 frumsamin lög 9x við 7 tilefni.

# ÞH spilaði 20 sinnum á börum, hvorki meira né minna, oftast á Bíó-cafe.# Kom fram með Miðaldamönnum á Þorrablóti á Ketilási. Söngvarinn var lasinn svo Þórarinn þorrablótsgestur var beðinn að hlaupa í skarðið. Fékk söngbók í hendurnar og söng í um 2 tíma.
# Kom fram á þorrablóti kennara.
# Lék undir fjöldasöng o. fl. Á þorrablóti hjá Snerpu.
# Kom fram á þremur sýningum hjá Fílapenslum á Hótel Læk. Flutti lagið Til þín ásamt hljómsveit og hlaut það fínustu viðtökur.
# Kom fram í hátíðardagskrá á 17. júní á Siglufirði. Fékk þrjár stúlkur í lið með mér sem sýndu leikþátt við Litlu fluguna.
# Lék og söng eftir kvennahlaup. Ásamt Óla harmonikkuleikara í Ráðhússal.
# Flutti nokkur lög á kennaraþingi KSNV á Sigló.
# Kom fram á konukvöldi á Hótel Læk. Hemmi Gunn var kynnir.
# Tónlistarárinu lauk á Vísnakvöldi fyrir vestan þar sem ÞH kom fram einn og síðan með Græna bílnum.

Já, líflegt ár en einhvert smá slen að koma í kappann og Þórarinn og pöbbagestir á Sigló að verða búnir að fá nóg hverjir af öðrum. Hugur Þórarins farin að skima eftir tækifærum í bisness og tónlistin á undanhaldi úr hugskotum hans a.m.k. hvað sköpun varðar. Sjáum hvað setur.


Eftir nokkur lífleg ár í tónlistinni dró heldur úr fjörinu og uppákomum fækkaði talsvert á árinu 1995. Þórarinn kom fram 2x með einni af stærri hljómsveitum landsins, eitthvað leikið af frumsömdu efni. Samdi aðeins eitt lag með enskum texta.
Kom fram 10 sinnum á árinu og hafa rúmlega 800 manns séð og heyrt. Flutti 3 frumsamin lög við 3 mismunandi tilefni.

# Flutti nokkur lög á Herrakvöldi að Hótel Læk.
# Lék og söng á þorrablóti starfsmannafélags Þormóðs ramma.
# Flutti frumsamið lag á þorrablóti Kennarafélagsins á Sigló.
# Kom 2x fram á barnum á Bíóinu.
# Söng eitt lag með Stjórninni á Hótel Íslandi og aftur á Hótel Læk.
# Var með gítarinn á lokahófi meistaraflokks KS suður á Hóli og lék og söng.
# Kom fram á kennaraþingi KSNV í Miðgarði.
# Söng og spilaði ýmis lög á Litlu jólum í grunnskóla Siglufjarðar.

Já, slenið farið að sliga Þórarinn og kominn á fullt í binessinn því á árinu keypti hann rekstur myndbandaleigunnar Videovals og fór mikill tími í viðveru þar sem og annað stúss í kringum reksturinn. Þá er ótalið íþróttalífið sem okkar maður tók virkan þátt í bæði sem stjórnandi og leikmaður.

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96321
Samtals gestir: 24414
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:55:54