Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

Hver er maðurinn?

Þessi Þórarinn er fæddur á því herrans ári 1964 og er frá menningarstaðnum Bíldudal þar sem hann átti góða barnæsku umvafinn ástúð sinna nánustu og fögrum fjöllum. Hann fékk gott og innhaldsríkt uppeldi og má segja að allt þorpið hafi tekið þátt í því eins og títt er á landsbyggðinni. Þessum árum hefur hann gert góð skil í ljóðabókum sínum Æskumyndir, Fleiri æskumyndir og Enn fleiri æskumyndir. Þórarinn hefur verið búsettur á Siglufirði frá árinu 1993.

Þórarinn stundaði nám við Barnaskóla Bíldudals, síðan lá leiðin í Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði þar sem hann átti þrjú afskaplega góð ár við íþróttaiðkun, leik og nám og kynntist mikið af góðu fólki. Þá lá leiðin í höfuðborgina og lauk hann stúdentsprófi af íþróttabraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og síðan íþróttakennaraprófi vorið1986 frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni.

Íþróttakennsla og þjálfun hafa verið helstu störf Þórarins í gegnum tíðina. Þjálfaraferillinn hófst sumarið 1984 vestur á Bíldudal og hefur hann verið nokkuð óslitinn síðan. Hefur hann aðallega þjálfað frjálsar íþróttir, körfubolta og knattspyrnu en einnig blak og verið með ófá leikjanámskeiðin og íþróttaskóla. Hann hefur þjálfað á Bíldudal, Patreksfirði, Núpi, Selfossi, uppsveitum Suðurlands, í Fljótunum og á Siglufirði. Íþróttir hefur Þórarinn kennt frá árinu 1989. Fyrst við Héraðsskólann að Núpi og í Barnaskóla Mýrdalshrepps, síðan í Grunnskóla Patreksfjarðar og árin 1993 - 2014 á Siglufirði, fyrst við Grunnskóla Siglufjarðar og síðan Grunnskóla Fjallabyggðar. Haustið 2013 hóf hann störf við Menntaskólann á Tröllaskaga og meðal kennslugreina hans þar hafa verið íþróttir.

Ýmis önnur störf hefur Þórarinn stundað t.d. afgreiðslustörf, fisk- og byggingarvinnu á unglingsárum, starfað í fiskiréttarverksmiðju, bakaríi, steypustöð, verið framkvæmdastjóri héraðssambanda og meira að segja unnið á jarðýtu. Þá er ótalinn rekstur myndbandaleigu og söluturns í 9 ár og afgreiðslustörf þar.  Þá er ótalinn rekstur myndabandaleigu og söluturns í 9 ár og afgreiðslustörf þÖnnur kennsla en sú sem tengist íþróttum er einnig stór partur af starfsferlinum og hefur Þórarinn m.a. kennt íslensku, ensku, þýsku, líffæra- og lífeðlisfræði, heilsufræði, samfélagsfræði og náttúrufræði auk þess að vera nokkra vetur umsjónarkennari og einnig deildarstjóri í Grunnskóla Siglufjarðar í 5 ár. Haustið 2013 tók hann svo að sér að stýra starfsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga og stýrði henni í fjögur ár auk þess að sinna kennslu við skólann. Þar hefur hann m.a. kennt íþróttir, frumkvöðlafræði, íþróttasálarfræði, sögu og íslensku auk þess að búa til stórskemmtilega áfanga t.d. í menningarlæsi, ljóðagerð, sögu rokksins og kvikmyndasögu og kenna þá. Í dag er hann kennari við skólann auk þess að vera sérstakur menningarfulltrúi hans, heldur utan um verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og skrifar fréttir á heimasíðu skólans.

Áhugamál þessa manns eru mörg og hafa undið upp á sig með ýmsum ófyrirséðum afleiðingum. Íþróttir voru þar lengstum efst á baugi, hefur hann stundað ýmsar íþróttir og keppt í þeim sér til ánægju og lífsfyllingar. Tónlistin hefur heldur aldrei verið langt undan og hefur Þórarinn komið fram rúmlega 1500 sinnum til að flytja tónlist og gefið út nokkra geisladiska með eigin efni. Ljóðlistin hefur sótt mikið á síðari árin og hefur þessi náungi gefið út sjö ljóðabækur og stofnaði og stýrir Ljóðasetri Íslands á Siglufirði. Öðrum ritstörfum hefur hann einnig sinnt t.d. sinnt blaðamennsku í tæp 30 ár, skrifað og gefið út sjö hefti af siglfirskum gamansögum, skrifað sögu nokkurra hljómsveita o.fl, Hann hefur einnig tekið mikinn þátt í öðru félagslífi í gegnum tíðina og skipt sér nokkuð af pólitík. Nánar um þetta allt saman má sjá í krækjunum hér til hægri. Má þar sérstaklega nefna Afrakstur, embætti og félagsstörf.

Þórarinn á fimm börn og fimm barnabörn og er giftur Kístínu Önnu Guðmundsdóttur frá Siglufirði. Af börnum og barnabörnum eru aðeins tveir drengir en átta stúlkur.

Foreldrar Þórarins búa enn á Bíldudal og systkini hans eru: Kristín SIgríður, hjúkrunarfræðingur á Selfossi, Elfar Logi, leikari og leikstjóri á Þingeyri og Birna Friðbjört ferðamálafræðingur og skólastjóri, búsett á Patreksfirði.

 

Þessi Þórarinn er fæddur á því herrans ári 1964, sonur hjónanna Hannesar Friðrikssonar og Þórunnar Helgu Sveinbjörnsdóttur, og ólst upp í sælunni vestur á Bíldudal.  Þar undi hann sér við leik og störf í góðra vina hópi umvafinn fögrum fjallgarði og ástúð sinna nánustu.  Að lokinni skólagöngu fyrir vestan lá leiðin í Hérðasskólann í Reykholti þar sem Þórarinn dvaldi í þrjá frábæra vetur við nám og leik og lauk síðan stúdentsprófi af íþróttabraut frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla.  Á sumrin var leitað heim í veðursældina á Bíldudal, unnið við byggingarvinnu, fiskvinnslu, þjálfun og fleira sem til féll auk þess að vera á útopnu í íþróttalífinu.  Síðan lá leiðin í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og þaðan útskrifaðist Þórarinn með íþróttakennarapróf upp á vasann vorið 1986.  

Að námi loknu tóku við nokkur ár þar sem að mestu var unnið í borginni yfir vetrartímann en á sumrin fyrir vestan, nema sumarið 1986 þegar Þórarinn þjálfaði á Selfossi, þar til Þórarni bauðst að gerast framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestur Ísfirðinga með höfuðstöðvar á Núpi um áramótin 1989-´90.  Þá var flutt vestur og haustið eftir hóf Þórarinn síðan kennslu við Héraðsskólann að Núpi.  Þar var kennt í tvo vetur, eða þar til skólinn var lagður niður, en þá lá leiðin í einn vetur á Patreksfjörð við íþróttakennslu.  Haustið 1993 flutti Þórarinn síðan til Siglufjarðar til að kenna íþróttir við skólann þar og í þeim góða bæ kunni hann vel við sig frá fyrsta degi.  Áður en hann vissi af var hann kominn á fullt í ýmiskonar félagsstörf og starfsemi sem hægt er að lesa nánar um í annálunum hér til hliðar.

Íþróttir, tónlist, ritun og ýmis félagsstörf hafa alltaf skipað stóran sess í lífi Þórarins og oftar en ekki tekið meiri tíma en gott þykir að sinna þeim efnum.  Þetta má sennilega að einhverju leyti skrifast á þá staðreynd að Þórarinn ólst upp á Bíldudal þar sem félagslíf var mjög blómlegt og sjálfsagt þótti að hver maður tæki þátt í því.  Fyrirmyndirnar voru einnig til staðar á heimilinu; Hannes faðir Þórarins forsprakki í Leikfélaginu Baldri, formaður og í lykilhlutverkum til margra ára, auk þess að starfa í íþróttahreyfingunni, með Lionsklúbbnum, í bæjarpólitíkinni o.fl. Helga móðir hans aðalbúningahönnuður leikfélagsins, í Kvenfélaginu, Slysavarnafélaginu o.fl.  Að sjálfsögðu hefur þetta haft áhrif og getur Þórarinn seint fullþakkað fyrir það að fá að alast upp við þau skilaboð að ekkert sé ómögulegt.  Vilji er allt sem þarf !  (Undir liðnum Afraksturinn má sjá yfirlit yfir það helsta sem Þórarinn hefur tekið sér fyrir hendur og/eða sent frá sér á hinum ýmsu sviðum)

Þórarinn er afskaplega vel giftur, Kristínu Önnu Guðmundsdóttur frá Siglufirði, og hefur notið mikils barnaláns þar sem börnin eru fimm talsins og barnabörnin tvö.  Nokkuð hallar á karlkynið í þessum hópi því stúlkurnar eru sex, fjórar dætur: Pálína Sjöfn, Hrefna, Elín Helga og Amalía og dótturdæturnar tvær Ronja Auður og Hafrún Fía, en sonurinn aðeins einn og ber hann nafnið Patrekur. 


Þórarinn og Kristín með börn og barnabörn

Systkin Þórarins eru þrjú.  Kristín hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, Elfar Logi leikari, leikstjóri og leikhússtjóri á Ísafirði og Birna Friðbjört nemi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands með annan fótinn í Reykjavík og hinn á Bíldudal.

Við systkinin með foreldrum okkar og megnið af börnunum

 

 

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 293
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 96181
Samtals gestir: 24342
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 02:34:48