Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

14.06.2024 10:44

Ljóðaflutningur á Hlíð og ball um helgina

Var beðinn um að koma í heimsókn til ljóðaklúbbs sem starfræktur er á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri og kynna þar starfsemi Ljóðaseturs Íslands sem ég stofnaði og starfræki á Siglufirði, fyrir þá sem ekki vita. Auðvitað segir maður ekki nei við slíkri bón og ég renndi inn á Akureyri í gær og reyndi að segja eitthvað gáfulegt og vera skemmtilegur. Tókst held ég bara þokkalega til. Kynnti starfsemina, flutti nokkur af mínum ljóðum, kvað nokkrar stemmur og greip líka í gítarinn; svona sitt lítið af hverju. Um 20 manns hlýddu á  af athygli og til að gera stundina enn betri var Badda móðursystir mín í hópnum. 

Næsta verkefni í tónlistinni er dansleikur fyrir hressan hóp í Hörgársveit annað kvöld með honum Stulla, Sturlaugi Kristjáns. Það verður án efa mikið líf og fjör. 

 
Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 59493
Samtals gestir: 16426
Tölur uppfærðar: 17.7.2024 20:48:15