Þórarinn Hannesson - Fréttir af listabrölti og ýmsar upplýsingar
   - flestar óþarfar

28.06.2024 10:55

Þorpin þrjú - Spennandi verkefni fyrir vestan

Dagana 4. og 5. júlí tek ég þátt í skemmtilegu verkefni í Vesturbyggð í tilefni sameiningarinnar sem var þar á dögunum. Ég, Bílddælingurinn, og Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknfirðingur, munum þar flytja dagskrá í tali og tónum þar sem við flytjum ljóð okkar og hugleiðingar um æskuárin fyrir vestan auk þess að flytja ljóð Jóns úr Vör úr bókinni Þorpið, sem fjallar að sjálfsögðu um Patreksfjörð. Sérstakur gestur á þessum viðburðum verður Birta Ósmann Þórhallsdóttir sem á dögunum var kjörin bæjarlistamaður Vesturbyggðar 2024 og mun hún flytja eigin ljóð.

Viðburðirnir verða í hverju þorpi sem hér segir:

Fimmtudag 4. júlí kl. 17.00 í Skriðu á Patreksfirði.

Fimmtudag 4. júlí kl. 20.00 í Dunhaga í Tálknafirði.

Föstudag 5. júlí kl. 21.00 á Vegamótum á Bíldudal.

Hver viðburður mun enda á spjalli við gesti um þorpin þrjú í þátíð, nútíð og framtíð.

Enginn aðgangseyrir verður að þessum viðburðum en Vesturbyggð styrkir framkvæmd þeirra og Ljóðasetur Íslands stendur auk þess að verkefninu.

 
 

 

Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 59625
Samtals gestir: 16435
Tölur uppfærðar: 17.7.2024 22:13:47